Samkvæmt 41. gr. og 43. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi:

 

Kirkjuhvollsreitur – deiliskipulagsbreyting

Með breytingunni er gert ráð fyrir sértæku íbúðarhúsnæði við Öldubakka og Dalsbakka. Gert er ráð fyrir sex íbúðum og starfsmannaaðstöðu, eða allt að 600 m² á einni hæð. Hámarks mænishæð er 6,5 m. Viðbyggingarmöguleikar við Heilsugæsluna minnkar um 100 m² og hjúkrunarheimilis minnkar um 750 m² á byggingarreit B1. Byggingarreitur B2 og B3 haldast óbreyttir.

 

Ofangreinda lýsingu er hægt að kynna sér á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á viðtalstíma hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, Hvolsvelli. Umsagnar- og athugasemdarfrestur lýsingarinnar er frá 13. október til og með 24. október 2025. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra