Fundargerð
26. fundur, 4. fundur kjörtímabilsins í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn föstudaginn 7. nóvember 2014, kl. 09:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Víðir Jóhannsson, Lilja Einarsdóttir og Guðmundur Ólafsson. 
Einnig eru mættir sveitarstjórnarmennirnir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Kristín Þórðardóttir og Christiane L. Bahner.

Gestir: Sigríður Kristjánsdóttir frá Gímlé Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann og Finnur Kristinsson, skipulagsráðgjafi frá Landslagi.


Efnisyfirlit:

BYGGINGARMÁL:
1410010 Skíðbakki 1 – Umsókn um byggingarleyfi
1410033 Dufþaksbraut 14 – Umsókn um byggingarleyfi

FRAMKVÆMDALEYFI:
1410001 Jökulsá á Sólheimasandi – Efnistaka
1410023 Hái-Múli – Tilfærsla á Fljótshlíðarvegi

SKIPULAGSMÁL:
1411010 Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið
1411011 Miðtún 2 – Landskipti
1411012 Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting
1309025 Þórsmörk – Deiliskipulag
1304018 Ytri-Skógar - Deiliskipulagsbreyting



BYGGINGARMÁL:
1410010 Skíðbakki 1 – Umsókn um byggingarleyfi
Rútur Pálsson kt. 050658-4819, sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi á jörð sinni Skíðbakki 1, ln. 163892, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Guðmundi Þór Guðmundssyni dags. 20. júlí 2014. Um er að ræða uppsteypt hesthús með taðkjallara á um 156m² grunnfleti. 
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráform á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

1410033 Dufþaksbraut 14 – Umsókn um byggingarleyfi
Sigurður Bjarni Sveinsson kt. f.h. South Iceland Adventures kt. og Byggingarþjónustunnar kt. , sækir um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun, endurbyggingu og viðbyggingu við iðnaðarhúsnæðið að Dufþaksbraut 14, Hvolsvelli skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Húsey ehf. dags. 30. september 2014. Um er að ræða 260m² viðbyggingu fyrir skrifstofur og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi og hinsvegar endurbyggingu á núverandi húsnæði til reksturs gistihúss og annari tengdri starfsemi.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráform með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi sem nú er í vinnslu skv. samþykkt skipulagsnefndar 22. júlí 2014 og byggðarráðs 24. júlí 2014.  

FRAMKVÆMDALEYFI:
1410001 Jökulsá á Sólheimasandi – Efnistaka
Vegagerðin kt. 680269-2899, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í nágrenni við Jökulsá á Sólheimasandi skv. meðfylgjandi erindi og fylgigögnum. Fyrirhugað er að vinna um 6.000m³ af efra burðarlagsefni á svæði þar sem áður hefur verið unnið efni. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku við Jökulsá á Sólheimasandi. Leyfi landeiganda liggur fyrir. 


1410023 Hái-Múli – Tilfærsla á Fljótshlíðarvegi
Vegagerðin kt. 680269-2899, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir tilfærslu Fljótshlíðarvegar í landi Háa-Múla um 100m skv. meðfylgjandi erindi. Framkvæmdin felst í að mýkja tvær krappar beygjur á móts við Háa-Múla
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir tilfærslu á Fljótshlíðarvegi í landi Háa-Múla. Leyfi landeiganda liggur fyrir. Skipulagsnefnd leggur til að útsýnisplan verði gert í tengslum við framkvæmdina á varnargarðinum. 

SKIPULAGSMÁL

1411010 Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið
Sveitarfélögin Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Skaftárhreppur hafa unnið sameiginlega stefnumörkun fyrir stóran hluta af hálendissvæðum sveitarfélaganna sem nefnist Rammaskipulag Suðurhálendis, dags. 2. mars 2013. Rammaskipulagið tekur til stefnumörkunar í skipulags- og byggingarmálum á Suðurálendinu, einkum á sviði ferðaþjónustu og samgangna. Sveitarfélögin hafa rætt um sín á milli að vinna svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið á grunni fyrirliggjandi rammaskipulags. Svæðisskipulag miðhálendis Íslands sem gildir til 2015, fellur úr gildi á næsta ári og því brýn þörf á að styrkja skipulag svæðisins með gerð svæðisskipulags fyrir landsvæði sveitarfélaganna þriggja á Suðurhálendinu. 
Skipulagsnefnd leggur til að hafin verði vinna við gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið skv. 21. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á grunni Rammaskipulags Suðurhálendisins. Skipulagið verði unnið í samstarfi við Rangárþing ytra og Skaftárhrepp. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tilnefndir verði tveir fulltrúar og tveir til vara í svæðisskipulagsnefnd, í samræmi við 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig leggur nefndin til að skipulagsfulltrúi vinni með nefndinni. 

1411011 Miðtún 2 - Landskipti
Eysteinn Arason kt. 230438-2269 og Katrín J. Óskarsdóttir kt. 220553-2489, óska eftir því að skipta 10 ha lóð úr jörðinni Miðtún 2 ln. 193676 skv. meðfylgjandi erindi og uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 28. okt. 2014. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 

1411012 Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting
Víðir Jóhannsson kt. 310756-3269, óskar eftir því að tekin verði til meðferðar tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Hellishóla. Breytingin tekur til nánari skilgreininga á tjaldsvæði þar sem eru langtíma stæði fyrir hjólhýsi. Einnig gerir breytingin ráð fyrir að frístunahúsalóðunum Réttarmói 1 og 3 verði breytt í íbúðarhúsalóðir.
Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst i samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




1309025 Þórsmörk - Deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Þórsmerkusvæðið sem unnin hefur verið Steinsholti sf. og starfshópi skipuðum af sveitarstjórn Rangárþings eystra, kynnt fyrir nefndarmönnum. 
Skipulagsfulltrúi fer yfir og kynnir fyrir nefndinni tillögu að deiliskipulagi fyrir Þórsmerkursvæðið. Skipulagsnefnd tekur vel í tillöguna og mælist til þess að hún verði tekin til formlegrar afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

1304018 Ytri-Skógar - Deiliskipulagsbreyting
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum 14. maí 2014 að óska eftir því að fá faglegt álit á deiliskipulagsbreytingunni frá Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Álit Rannsóknarsetursins liggur nú fyrir, „Mat á deiliskipulagstillögu vegna jarðarinnar Ytri-Skóga“ dags. 15. október 2014. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor og skipulagsfræðingur kynnir álitið fyrir nefndarmönnu. 
Sigríður Kristjánsdóttir kynnir álit Gimlé, Rannsóknarseturs í skipulagsfræðum á tillögu að breytingu deiliskipulags Ytri-Skóga fyrir nefndarmönnum og sveitarstjórn. Nefndin þakkar Sigríði fyrir vel unna og greinargóða skýrslu og felur Finni Kristinssyni frá Landslagi, sem vinna deiliskipulagstillöguna, að útbúa greinargerð með svörum við athugasemdum við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að haldinn verði kynningarfundur á Skógum, á skýrslu Gimlé Rannsóknarseturs.  



Fundi slitið 11:47

Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Lilja Einarsdóttir
Víðir Jóhannsson
Guðmundur Ólafsson
Anton Kári Halldórsson