137. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 27. nóvember 2014 kl. 08:10
Mætt: Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, árheyrarfulltrúi, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.
Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Erindi til byggðarráðs:
1. Kvennaathvarf, bréf dags. okt. 2014, beiðni um styrk.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 150.000,-
2. Tillaga starfshóps um styrk til uppsetningar og uppfærslu háhraða internets í dreifbýli.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að styrkja uppsetningu fjarskiptabúnaðar og uppfærslu háhraða internets í sveitarfélaginu.Til þess mun sveitarsjóður verja allt að kr. 3.000.000,- á næsta ári.
3. Bréf Aðstandendafélags heimilsfólks á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli dags. 27.03.14
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 100.000,-
4. Tillaga um að PWC taki við endurskoðun ársreiknings sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
5. Bókun Byggðarráðs vegna yfirvofandi uppsagnar starfsfólks saumastofu Glófa ehf. á Hvolsvelli.
Byggðarráð harmar þá ákvörðun eigenda Glófa ehf. að segja upp starfsfólki saumastofunnar á Hvolsvelli. Áratuga reynsla og þekking starfsfólks glatast ef starfsemi fyrirtækisins yrði hætt á Hvolsvelli og flutt á höfuðborgarsvæðið. Byggðarráð hvetur eigendur til þess að endurskoða þessa ákvörðun sína og leita allra leiða til þess að starfsemin geti haldið áfram á Hvolsvelli.
Fundargerðir nefnda Rangárþings eystra:
1. Fundur í samgöngu- og umferðarnefnd 12.11.14 Staðfest.
2. 1. fundur starfshóps um bætt fjarskipti í Rangárþingi eystra 20.10.14
3. 2. fundur starfshóps um bætt fjarskipti í Rangárþingi eystra 05.11.14
4. 3. fundur starfshóps um bætt fjarskipti í Rangárþingi eystra 11.11.14
5. Fjallskilanefnd Vestur-Eyfellinga 17.11.14, ásamt talningu fullorðins fjár á Almenningum 2014.
6. Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga 17.11.14, ásamt fjárhagsáætlunum.
Fundargerðin og fjárhagsáætlun staðfest.
Fundargerðir samstarfs sveitarfélga:
1. 486. fundur stjórnar SASS 20.10.14
2. Fundargerð aðalfundar SASS 21. og 22.10 2014
3. Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands 22.10.14
4. 235. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 10.11.14
5. 487. fundur stjórnar SASS 14.11.14
6. 20. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 17.11.14
7. 160. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 14.11.14
Mál til kynningar:
1. Leiðrétting á fasteingamati Skeggjastaða.
2. Bréf Þroskahjálpar og Átaks – félag fólks með þroskahömlun móttekið 29.10.14
Byggðarráð samþykkir að framsenda bréfið til Velferðarnefndar.
3. Vegagerðin, bréf dags. 30.09.14, efnistaka rétt vestan Jökulsár á Sólheimasandi.
4. Minnispunktar frá fundi um áform um viðbyggingu við Hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol.
Byggðarráð samþykkir að framsenda minnispunktana til Velferðarnefndar.
5. Skrá um eignaraðila Sorpstöðvar Suðurlands 2014.
6. Virkjum hæfileikana, bréf dags. 10.11.14 frá Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Byggðarráð samþykkir að framsenda bréfið til Velferðarnefndar.
7. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 10.11.14, skil á fjárhagsáætlun áranna 2015-2018.
8. Samkeppniseftirlitið, bréf dags. 05.11.14 varðandi samkeppnishömlur við meðhöndlun úrgangs.
9. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 20.10.14, staðfest tilkynning á kjöri oddvita og varaoddvita Rangárþings eystra.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50
Ísólfur Gylfi Pálmason
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir
Kristín Þórðardóttir
Christiane L. Bahner