- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
119. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, miðvikudaginn 27. mars 2013 kl. 08:20
Mætt: Lilja Einarsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.
Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Dagskrá:
Erindi til byggðarráðs:
1. Reykjavíkurborg, bréf dags. 08.03.13, beiðni um námsvist í grunnskólum Reykjavíkur.
Samþykkt.
2. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, umsögn Rangárþings eystra vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerð nr. 585/2007 vegna Welcom Apartments kt. 631110-0100.
Staðfest.
3. Velferðarráðuneytið, bréf dags. 05.03.13, breyting dvalarrýma í hjúkrunarrými á Kirkjuhvoli.
Til kynningar.
4. Samningur við Árborg um þjónustu við fatlaða dags. 07.03.13
Staðfest.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagins
1. Húsnefnd Fossbúðar 04.03.13 Staðfest.
2. 3. fundur velferðarnefndar 21.02.13 Staðfest.
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 2. fundur stjórnar þjónusturáðs um málefni fatlaðra 07.03.13
2. 1. fundur stjórnar um málefni fatlaðra á Suðurlandi 25.01.13
3. 2. fundur sameiginlegrar barna-og félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu 18.03.13
Mál til kynningar:
1. Fundargerð samstarfsnefndar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga 21.03.13
2. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 13.03.13, tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2013.
3. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 14.03.13, tilkynning um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2013.
4. Reykjanesbær, bréf dags. 13.03.13, ný gjaldskrá vegna skólavistar utan lögheimilis.
5. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 07.03.13, tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Kristín Þórðardóttir
Lilja Einarsdóttir
Guðmundur Ólafsson