- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
117. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 31. janúar 2013 kl. 08:20
Mætt: Lilja Einarsdóttir, Elvar Eyvindsson, varamaður Kristínar Þórðardóttur, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.
Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Dagskrá:
Erindi til byggðarráðs:
1. Samstarfssamningur um skóræktarsvæði í Rangárþingi eystra milli Rangárþings eystra og Skóræktarfélags Rangæinga dags. 24.01.13
Samningurinn samþykktur samhljóða.
2. Þjónustusamningur umn þjónustu við atvinnuleitendur dags. 14.01.13
Samningurinn samþykktur samhljóða.
3. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Reglur um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Afgreiðslu erindisins vísað til næsta sveitarstjórnarfundar.
4. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Reglur um félagslega liðveislu.
Afgreiðslu erindisins vísað til næsta sveitarstjórnarfundar.
5. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Heimsending matar á svæði félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Afgreiðslu erindisins vísað til næsta sveitarstjórnarfundar.
6. Þjónustukort Rangárþings og Mýrdals.
Samþykkt að taka þátt í þjónustukorti Rangárþings og Mýrdals og fulltrúi sveitarfélagsins í verkefninu er Árný Lára Karvelsdóttir.
7. Samningur um Sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða dags. 14.12.12
Samningurinn staðfestur.
8. Bréf til Sýslumannsins á Hvolsvelli dags. 21.01.13, umsögn vegna leyfis skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og relgugerð nr. 585/2007. Um er að ræða leyfi fyrir gististað í flokki III Húsinu ( gamla Fljótshlíðarskóla).
Byggðarráð samþykkir veitingu leyfisins.
9. Samkomulag um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra við Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir nefnda Rangáþings eystra:
1. 2. fundur velferðarnefndar Rangárþings eystra 15.01.13 Staðfest.
2. 12. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra 24.01.13 Staðfest.
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu:
3. Stjórnarfundur Hulu bs. 07.01.13 Staðfest.
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 145. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 18.01.13
2. 223. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands 08.01.13
3. 147. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 18.01.13
Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri mætti á fundinn kl. 9:18
sem ræddi vinnu við umsókn og greinargerð Kirkjuhvols vegna umsóknar um styrk til Framkvæmdasjóðs aldraðra.
Ólöf Guðbjörg vék af fundi kl. 10:35
Mál til kynningar:
1. Minjastofnun Íslands, bréf dags. 09.01.13
2. Vegagerðin, bréf dags. 15.01.13, umstón um styrk úr Styrkvegasjóði.
3. HJÁ Ingvarsson efh, 11. Verkfundur Íþróttamiðstöðvar Vallarbraut 16, Hvolsvelli 10.01.13
4. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, bréf dags. 18.01.13, útgáfa bæklings.
5. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, bréf dags. 18.01.13, boðun á fund að loknum ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður á Hótel Selfossi 25. janúar 2013.
6. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, bréf dags. 09.01.13, samstarf um umferðar- og öryggisáætlun. Samþykkt að Anton Kári Halldórsson, skipulags- og byggingarfulltrúi verði fulltrúi sveitarfélagsins í samstarfinu.
7. Fundur í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 19.11.2012.
8. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 07.01.13, dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk í grunnskólum 2013.
9. Skýrsla vegna verklegra framkvæmda Skógræktarfélags Rangæinga árið 2012.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Elvar Eyvindsson
Lilja Einarsdóttir
Guðmundur Ólafsson
Ísólfur Gylfi Pálmason