70. fundur Skipulagsnefnd haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 13. maí 2019 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu:
Esther Sigurpálsdóttir, Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir, Anna Runólfsdóttir, og Guðmundur Úlfar Gíslason.

Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason, Skipulags- og byggingarfulltrúi.

Dagskrá:
1. Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun - 1511092
Rangárþing eystra hefur á undanförnum misserum verið að vinna að endurskoðun miðbæjarskipulagsins á Hvolsvelli. Meginmarkmið við endurskoðun deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu. Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða og gera veginn að bæjargötu. Hugað verður að bættum göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins. Tillagan var auglýst frá 9. janúar til 20. febrúar 2019 og bárust nokkrar athugasemdir og umsagnir frá lögboðnum umsagnaraðilum.
Farið var yfir tillögur að svörum við athugasemdum sem bárust á augýsingatíma tillögunnar. Samþykkt er tillaga að svörum sem skipulasfulltrúi lagði fyrir fundarmenn. Bætt var við svari við athugasemd frá Ólafi Oddssyni um gönguþverun við Apótek. Gönguþverun á þeim stað sem lagt er til í athugasemd uppfyllir ekki umferðaröryggi gangandi vegfarenda nema með mikum breytingum á hönnun vegarins. Einnig var bætt upplýsingum við svar við athugasemd Huldu Dóru í sambandi við undirgöng austan við Hvolsvöll. Vegna grunnvatnsstöðu er ekki talið forsvaranlegt að gera undirgöng á þeim stað sem lagt er til í athugasemd.
Tillögur að svörum samþykktar með ofangreindum viðbótum.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15