63. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn fimmtudaginn. 1. nóvember, kl. 09:00 á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli. 

Mættir nefndarmenn: Anton Kári Halldórsson, Anna Runólfsdóttir og Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi. Lilja Einarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað er mættur Rafn Bergsson. Esther Sigurpálsdóttir og Víðir Jóhannsson boðuðu forföll. Ekki náiðst að boða varamann í þeirra stað. 


Guðmundur Úlfar Gíslason ritaði fundargerð. 

Samþykkt að bæta máli nr. 10 á dagskrá. 
 


Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:

1.1810018Tröð 1 – Umsókn um nafnabreytingu á landi
2.1810030Breiðabólstaður – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
3.1810046Hvolstún 27 – Umsókn um lóð
4.1810049Stífla – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
5.1810055Ormsvöllur 7a - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
6.1810061Hvolstún 19 – Umsókn um lóð
7.1810072Kirkjulækur 2 lóð – Umsókn um byggingarleyfi
8.1801011Sýslumannstún – Götuheiti
9.1810071Skógar – Skipulag íbúðarlóða
10.1811001Tröllagjá – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku
SKIPULAGSMÁL:

1.1810018Tröð 1 – Umsókn um nafnabreytingu á landi
Brynjar Magnússon og Alma Gulla Matthíasdóttir óska eftir nafnabreytingu á Tröð 1  L227110 í nafnið Traðarás.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við heitið á lóðinni.

2.1810030Breiðabólstaður spennistöð – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
Óskað er eftir skráningu á lóð út úr Breiðabólsstað L163996, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Bölti ehf. Lóðin er undir spennistöð sem er hluti af dreifikerfi RARIK. Hin nýja lóð mun bera heitið Breiðabólsstaður spennistöð. 
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin og heitið á lóðinni.

3.1810046Hvolstún 27 – Umsókn um lóð
Örvar Arason óskar eftir að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 27 undir einbýlishús.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.

4.1810049Stífla – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
Sævar Einarsson óskar eftir skráningu á lóð út úr Stíflu L163969 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. Nýja lóðin fær heitið Stífla 1.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin og heitið á lóðinni.

5.1810055Ormsvöllur 7a - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
Guðjón Jónsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40“ (ca 12m) gám að Ormsvelli 7a. Gámurinn er hugsaður sem áhaldsgeymsla vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á lóðinni.
Skipulagsnefnd hafnar umsókninni. Bent er á gámsvæði á vegum sveitarfélagsins. 

6.1810061Hvolstún 19 – Umsókn um lóð
Lárus Svansson óskar eftir að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 19 undir einbýlishús.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.

7.1810072Kirkjulækur 2 lóð – Umsókn um byggingarleyfi
Páll Elíasson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á sumarhúsi á lóðinni Kirkjulækur 2 lóð skv. meðfylgjandi uppdráttum. 
Skipulagsnefnd samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.

8.1801011Sýslumannstún – Götuheiti
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til við skipulagsnefnd að fundið verði nafn á nýja götu á svokölluðu Sýslumannstúni.
Skipulagsnefnd leggur til að götuheitið Nýbýlavegur nái til þessa botnlanga í samræmi við aðra byggð á svæðinu.

9.1810071Skógar – Skipulag íbúðarlóða
Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson óska eftir því að hugað verði að skipulagi íbúðarlóða að Skógum. Eftirspurn eftir fastri búsetu á svæðinu er orðin þónokkur en hún er tilkomin vegna mikillar aukningar í starfsemi tengdri ferðaþjónustu. 
Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags Rangárþings eystra. Mikilvægt er að í þeirri vinnu verði mörkuð stefna varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að Skógum. 

10.1811001Tröllagjá – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku
Landgræðsla Ríkisins óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu í Tröllagjá. Náman hefur í gegnum tíðina verið nýtt bæði af Landgræðslu ríkisins og Vegagerðinni til efnistöku vegna viðhalds þeirra fjölmörgu varnargarða sem eru við Markarfljót og Krossá. Ætlunin er að sprengja um 6000m3 og lagera í skjóli varnargarðs milli Markarfljóts og Krossár. Ekkert efni er til á lager núna til að bregðast við skemmdum á varnargörðum.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.

Fundi slitið 10:35


Anton Kári Halldórsson
Rafn Bergsson
Anna Runólfsdóttir
Guðmundur Úlfar Gíslason