Fundargerð
58. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn þriðjudaginn 10. apríl 2018, kl. 08:00 á skrifstofu sveitarstjóra, Hvoli, Hvolsvelli. 

Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. 
Guðmundur Ólafsson boðaði forföll og í hans stað er mætt Christiane L. Bahner. 
Víðir Jóhannsson boðaði forföll og í hans stað er mættur Birkir Arnar Tómasson. 

Áheyrnafulltrúar sveitarstjórnar: Ísólfur Gylfi Pálmason

Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð. 

Samþykkt að bæta málum nr. 18 og 19 á dagskrá. 

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1.1804031Steinar 3 og 6 - Samruni
2.1804030Hvolstún 14 – Lóðarumsókn
3.1804029Hvolsvöllur – Umsókn um stöðuleyfi
4.1804028Ey 2 – Landskipti
5.1804027Miðkriki – Leyfi fyrir hringgerði
6.1804026Heylækur 3 – Deiliskipulag
7.1804025Gunnarsgerði 1 – Lóðarumsókn
8.1804024Hemla 2 lóð – Deiliskipulag
9.1804023Skógafoss – Umsókn um stöðuleyfi
10.1804022Arngeirsstaðir – Landskipti
11.1804021Langidalur og Emstrur – Leyfi fyrir tjöldum
12.1804020Núpur 2 – Deiliskipulag
13.1802046Fornhagi – Deiliskipulag
14.1801011Sýslumannstúnið á Hvolsvelli – Deiliskipulag
15.1607032Stóra-Borg – Deiliskipulag
16.1603062Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
17.1309001Hamragarðar/Seljalandsfoss – Deiliskipulag
18.1801015Moldnúpur – Deiliskipulagsbreyting
19.1801010Dægradvöl - DeiliskipulagSKIPULAGSMÁL:
1.1804031Steinar 3 og 6 - Samruni
Atli Pálsson f.h. Jöklar og fjöll ehf. kt. 440214-0610, óskar eftir því að lóðirnar Steinar 3 ln. 163723 og Steinar 6 ln. 223109 verði sameinaðar í eina. Eftir sameiningu verður hin nýja lóð Steinar 3 ln. 163723, samtals 53,9 ha. Lögbýlisréttur færist á hina nýju lóð.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við samrunann.  

2.1804030Hvolstún 14 – Lóðarumsókn
Jón Bertel Jónsson kt. 211171-3329, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 14, undir byggingu einbýlishús. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.  

3.1804029Hvolsvöllur – Umsókn um stöðuleyfi
Jacek Jaroslaw Zielinski kt. 270682-2789, sækir um stöðuleyfi fyrir veitingavagni á miðbæjarsvæði Hvolsvallar skv. meðfylgjandi gögnum.  
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til 1. nóvember 2018. 

4.1804028Ey 2 – Landskipti
Sigurður Sigmundsson kt. 150941-3699, óskar eftir því að skipta spildunum Ey 3, 0,65ha og Ey 5, 0,65ha úr jörðinni Ey 2 ln. 163934, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 27.06.2017. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Ey 2 ln. 163934.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitin á spildunum. 
 
5.1804027Miðkriki – Leyfi fyrir hringgerði
Árný Hrund Svavarsdóttir f.h. Hestamannafélagsins Miðkrika kt. 560281-0139, óskar eftir því að fá leyfi til uppsetningar á færanlegu hringgerði á lóðunum C-gata 1 og C-gata 3 í Miðkrika.  
Skipulagsnefnd heimilar uppsetningu hringgerðis á lóðunum. Hringgerðið mun víkja verði umræddum lóðum úthlutað til byggingar hesthúsa. 

6.1804026Heylækur 3 – Deiliskipulag
Hermann Ólafsson f.h. landeigenda Heylækjar 3, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar. Tillagan tekur til byggingar þriggja frístunda/íbúðarhúsa auk gestahúss á hverri lóð. Skipulagssvæðið er stamtals um 3,4 ha. 
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að afla upplýsinga í samræmi við umræður á fundi. 

7.1804025Gunnarsgerði 1 – Lóðarumsókn
Hákon Mar Guðmundsson f.h. Húskarla ehf. kt. 670505-1700, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 1a-d á Hvolsvelli, til byggingar raðhúss. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.  

8.1804024Hemla 2 lóð – Deiliskipulag
Kári Rúnar Jóhannsson kt. 040461-4429, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta af spildunni Hemla 2 lóð ln.211860. Deiliskipulagið tekur til um 1,2 ha af spildunni. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita, annars vegar fyrir stækkun núverandi húss og hins vegar fyrir byggingu allt að 3 gestahúsa. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

9.1804023Skógafoss – Umsókn um stöðuleyfi
Karolis Karaliunas óskar eftir stöðuleyfi fyrir veitingavagni á núverandi bílastæði við Skógafoss, skv. meðfylgjandi erindi. 
Skipulagsnefnd hafnar umsókninni. Ekki er gert ráð fyrir veitingavögnum á stöðuleyfi skv. ný samþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið. 

10.1804022Arngeirsstaðir – Landskipti
Eggert Sören Pálsson kt. 280644-2859 og Jóna Kristín Guðmundsdóttir, óska eftir því að skipta lóðinni Arngeirsstaðir 1, 11.637m², úr jörðinni Arngeirsstaðir ln.163991, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Eflu ehf. dags. 27.03.2018. Á hina nýju lóð munu flytjast mhl. 07, íbúðarhús og mhl. 06, hlaða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á lóðinni. 

11.1804021Langidalur og Emstrur – Leyfi fyrir tjöldum
Stefán Jökull Jakobsson f.h. Ferðafélags Íslands kt. 530169-3759 óskar eftir leyfi til uppsetningar á aðstöðutjöldum á svæðum félagsins á Emstrum og í Langadal skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins. 

12.1804020Núpur 2 – Deiliskipulag
Guðmundur Guðmundsson kt. 011057-5519, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Núpur 2, Vestur-Eyjafjöllum. Tillagan tekur til 0,8 ha lóðar úr jörðinni. Heimilt verður að byggja á lóðinni íbúðarhús, bílskúr og gestahús. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

13.1802046Fornhagi – Deiliskipulag
Svava Björk Jónsdóttir f.h. Meiriháttar ehf. kt. 441291-1599, leggur fram lýsingu fyrir deiliskipulag hluta jarðarinnar Fornhaga, Rangárþingi eystra. Einnig er óskað eftir því að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra og umrætt svæði skilgreint fyrir verslun- og þjónustu. Í lýsingunni kemur fram að til stendur að skipta lóð út úr jörðinni og skipuleggja hana undir fjölbreytta ferðaþjónustu og þjónustubyggingu. Miðað er við tjald- og húsbýlasvæði, smáhýsi, sölusvæði og almenna útivist. 
Skipulagsnefnd samþykkir að lýsing deiliskipulagsins verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig leggur nefndin til að sveitarstjórn samþykki að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra, þar sem umrætt svæði verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. 

14.1801011Sýslumannstúnið á Hvolsvelli – Deiliskipulag
Rangárþing eystra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Sýslumannstúnið á Hvolsvelli. Um er að ræða 1,6 ha svæði sem skilgreint er í aðalskipulagi sveitarfélagsins ÍB 112. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur parhúsum með samtals 4 íbúðum og innbyggðum bílgeymslum og einu raðhúsi án bílgeymsla með 8 smáíbúðum. Einnig eru skilgreindir byggingarreitir, nýtingarhlutfall og aðkoma að „Sýslumannshúsinu“ Samtals eru því 13 íbúðir á skipulagssvæðinu og þéttleiki 8,1 íb/ha. Skilgreint er leiksvæði nyrst á skipulagssvæðinu. 
Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.1607032Stóra-Borg – Deiliskipulag
Brynjólfur Stefán Guðmundsson kt. 090856-3249 fyrir hönd landeigenda Stóru-Borgar, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa í landi Stóru-Borgar ln. 163726. Tillagan hefur áður verið auglýst og samþykkt af sveitarstjórn. Vegna tímafresta er nauðsynlegt að auglýsa tillöguna aftur. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.1603062Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Afmarkað verði afþreyingar- og ferðamannasvæði við Hamragarða og Seljalandsfoss og legu Þórsmerkurvegar breytt þar sem hann fer um svæðið. Annars vegar er um að ræða breytingu á landnotkun við Hamragarða og Seljalandsfoss úr landbúnaðarsvæði (L) og afþreyingar- og ferðamannasvæði af óskilgreindri stærð (AF) í 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Hins vegar tekur breytingin til færslu Þórsmerkurvegar (nr.249) til vesturs að varnargarði Markarfljóts. Um er að ræða nýjan vegarkafla sem tengist Þjóðvegi 1, skammt austan Markarfljótsbrúar og liggur meðfram varnargarði Markarfljóts allt að Gljúfurá í norðri þar sem hann tengist núverandi Þórsmerkurvegi. Núverandi Þórsmerkurvegur frá Þjóðvegi 1 að Gljúfurá verður þar með lagður af sem tengivegur nema allra syðst þar sem stuttur vegarkafli sem tengist Þjóðvegi 1 verður aðkomuleið að skógræktarsvæði (SL-411). Legu göngu- og reiðleiðar um svæðið er breytt og aðlöguð breyttum aðstæðum. Engin breyting verður á skógræktarsvæðinu né heldur staðsetningu áningarstaða Kötlu jarðvangs.
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

17.1309001Hamragarðar/Seljalandsfoss – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur á undanförnum árum unnið að gerð deiliskipulags fyrir Hamragarða og Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu tekur til um 90 ha svæði við Hamragarða og Seljalandsfoss. Tillagan tekur m.a. til breyttrar aðkomu að svæðinu með tilfærslu á Þórsmerkurvegi nr. 249, breytingar eru gerða á legu núverandi göngustíga og skilgreiningum þeirra, staðsetningu bílastæða og byggingar þjónustusmiðstöðvar. Umrædd tillaga hefur áður verið auglýst og voru gerða þó nokkrar athugasemdir við hana. Nú er tillagan lögð fram í breyttri mynd þar sem helst ber að nefna að staðsetningu bílastæða og þjónustumiðstöðvar hefur verið breytt til að koma á móts við athugasemdir við fyrri tillögu. Einnig hefur verið dregið verulega úr heimilu byggingarmagni þjónustumiðstöðvar. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.1801015Moldnúpur – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til gildandi deiliskipulags fyrir Moldnúp, Rangárþingi eystra. Breytingin tekur til byggingar allt að 200m² einbýlishúss og aðkomu að því. Samhliða er leiðrétt afmörkun byggingarreita á Moldnúpi 1 og 2. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 19. febrúar 2018, með athugasemdafresti til 2. apríl 2018. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Gerð hefur verið óveruleg breyting á tillögunni til samræmis við umsögn Heilbrigðiseftirlits suðurlands. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


19.1801010Dægradvöl – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta af lóðinni Strönd II lóð ln. 195393. Tillagan tekur til byggingar allt að 40m² gestahúss og 30m² geymslu. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19. febrúar 2018, með athugasemdafresti til 2. apríl 2018. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Fundi slitið 09:13