Fundargerð
55. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn manudaginn 8. janúar 2018, kl. 10:00 á skrifstofu sveitarstjóra, Hvoli, Hvolsvelli. 

Mættir nefndarmenn: Lilja Einarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Víðir Jóhannsson, Guðmundur Ólafsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. 

Guðlaug Ósk Svansdóttir boðaði forföll og í hennar stað er mættur Ísólfur Gylfi Pálmason.   
 
Áheyrnarfulltrúar sveitarstjórnar: Birkir Arnar Tómasson

Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð. 
Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1.1801015Moldnúpur - Deiliskipulagsbreyting
2.1801014Réttarmói - Aðalskipulagsbreyting
3.1801013Aðalskipulag Rangárþings ytra – Ósk um umsögn
4.1801012Seljalandssel – Landskipti
5.1801011Sýslumannstúnið á Hvolsvelli – Deiliskipulag
6.1801010Dægradvöl – Deiliskipulag
7.1801005Brúnir, Eystra-Seljaland, Eyvindarholt, Guðnastaðir, Ráðagerði, Vesturskák - Aðalskipulagsbreyting 
8.1712045Markarfljót – Framkvæmdarleyfi
9.1709019Kvoslækur – Deiliskipulag
10.1610082Miðdalur - DeiliskipulagSKIPULAGSMÁL:
1.1801015Moldnúpur - Deiliskipulagsbreyting
Eyja Þóra Einarsdóttir kt. 270155-3839, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Moldnúp. Breytingin tekur til byggingar allt að 200m² einbýlishúss og aðkomu að því. Samhliða er leiðrétt afmörkun byggingarreita á Moldnúpi 1 og 2. 
Skipulagsnefnd heimilar gerð deiliskipulagsbreytingar og mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

2.1801014Réttarmói - Aðalskipulagsbreyting
Landeigendur lóða við Réttarmóa, Hellishólum, Fljótshlíð, óska eftir því að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra. Óskað er eftir því að landnotkun verði breytt úr frístundabyggð í íbúðarbyggð, skv. meðfylgjandi umsókn.  
Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, þar sem umrætt svæði verði skilgreint sem íbúðabyggð. Einnig leggur nefndin til að breyting á deiliskipulagi verði heimiluð. 

3.1801013Aðalskipulag Rangárþings ytra – Ósk um umsögn
Rangárþing ytra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna endurskoðunar á aðalskipulagi. 
Skipulagsnefnd gerir engar athugasmedir við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Rangárþings ytra. 

4.1801012Seljalandssel – Landskipti
Landeigendur Seljalandssels ln. 163799, óska eftir því að skipta 14,9 ha spildu úr jörðinni, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Höllu Kjartansdóttur dags. 6. janúar 2018. Óskað er eftir því að hin nýja spilda sameinist jörðinni Seljalandssel II ln.223787 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og sameininguna.  
 
5.1801011Sýslumannstúnið á Hvolsvelli – Deiliskipulag
Lagt fram til kynningar drög að deiliskipulagstillögu ásamt minnisblaði fyrir Sýslumannstúnið á Hvolsvelli. 
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundi. 

6.1801010Dægradvöl – Deiliskipulag
Kjartan Már Benediktsson kt. 250955-2789, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir spilduna Dægradvöl ( Strönd II lóð ln.195393). Deiliskipulagið tekur til byggingar allt að 40m² gestahúss og 30m² geymslu. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


7.1801005Brúnir, Eystra-Seljaland, Eyvindarholt, Guðnastaðir, Ráðagerði, Vesturskák - Aðalskipulagsbreyting 
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Lýsinging tekur til eftirfarandi breytinga. Brúnir, breyting í verslunar- og þjónustusvæði, Eystra-Seljaland, breyting í verslunar- og þjónustusvæði, Ráðagerði, breyting í frístundasvæði, Eyvindarholt (Langhólmi), breyting í frístundasvæði, Vesturskrák, breyting í verslurnar- og þjónustusvæði og Guðnastaðir, breyting í flugbraut. 
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

8.1712045Markarfljót – Framkvæmdarleyfi
Vegagerðin kt. 680269-2899, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Markarfljóti. Efnistökusvæðið er skilgreint í aðalskipulagi Rangárþings eystra sem náma nr. E-220. Fyrirhugað er að taka um 9.000m³ af efni úr námunni og er það ætlað í yfirlagningar á vegum í námunda við hana. Áætlaður vinnslutími er janúar til september 2018. 
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni með fyrirvara um samþykki landeigenda. 9.1709019Kvoslækur – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 40 ha lands úr jörðinni Kvoslækur. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 8 íbúðarhúsa á um 5 ha lóðum hver. Heimilt verður að byggja íbúðarhús, gestahús og geymslu. Nýtingarhlutfall lóða verður 0,01 í samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra. Tillagan var auglýst frá 13. nóvember 2017, með athugasemdafresti til 29. desember 2017. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögunni til samræmis við umsagnir umsagnaraðila. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

10.1610082Mið-Dalur - Deiliskipulag
Tillagan tekur til tveggja lóða úr jörðinni Mið-Dalur, Rangárþingi eystra. Gert er ráð fyrir að á hvorri lóð verði heimilt að byggja íbúðarhús, gestahús og geymslu / bílskúr, skv. ákvæðum í aðalskipulagi Rangárþings eystra. Tillagan var auglýst frá 13. nóvember 2017, með athugasemdafresti til 29. desember 2017. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Fundi slitið 10:56


________________________________________________________
Guðmundur ÓlafssonAnton Kári Halldórsson

________________________________________________________
Lilja EinarsdóttirÍsólfur Gylfi Pálmason

________________________________________________________
Þorsteinn Jónsson Víðir Jóhannsson

____________________________
Birkir Arnar Tómasson