Fundargerð
44. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra verður haldinn fimmtudaginn 1. september 2016, kl. 10:00 í litla-sal Hvoli, Austurvegi 8, Hvolsvelli.

Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Víðir Jóhannsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Guðmundur Ólafsson boðaði forföll og í hans stað er mætt Christiane Bahner. 

Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð. 

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1.1608057Útksák – Deiliskipulag
2.1608055Syðri Hóll – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
3.1608051Hellishólar – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
4.1605016Fornusandar – Deiliskipulag
5.1604012Tjaldhólar – Deiliskipulag
6.1603064Káragerði – Deiliskipulag
7.1603041Fljótsbakki, Forsæti – Deiliskipulagsbreyting
8.1505005Vesturskák - Deiliskipulag

STÖÐULEYFI:
9.1608059Langidalur – Umsókn um stöðuleyfi

ÖNNUR MÁL:
10.1608060Smáratún – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vindmyllu
11.1608058Midgard – Umsókn um leyfi fyrir skilti
12.1608054Hvolstún 8 og 10 – Lóðarumsókn/Deiliskipulagsbreyting
13.1608053Hótel Skógar – Ósk um leyfi fyrir stækkun á húsnæði
14.1608052Núpur 1 og 2 – Ósk um nafnabreytingu
15.1608050Hvolstún 5 – Lóðarumsókn
16.1608049Hvolstún 24 - Lóðarumsókn

SKIPULAGSMÁL:
1.1608057Útksák – Deiliskipulag
Hinrik Þorsteinsson kt. 110449-3219, leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Útskák í Fljótshlíð. Tillagan tekur til rúmlega 5,8 ha landspildu úr landi Kirkjulækjarkots. Tillagan tekur til afmörkunar 8 frístundalóða og tveggja landskika. Á frístundalóðum verður heimilt að reisa frístundahús, eitt gestahús og eitt geymsluhús. Heildargrunnflötur mannvirkja á hverri lóð getur verið allt að 200m². Á landskikum verður heimilt að reisa íbúðarhús, bílskúr og geymslu/gróðurhús og getur heildar byggingarmagn verið allt að 300m² innan hverrar lóðar. Óskað er eftir því að Rangárþing eystra geri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við tillöguna. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að unnin verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, til samræmis við tillöguna. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

2.1608055Syðri Hóll – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Gunnar H Sveinbjörnsson kt. 010260-3299, óskar eftir því að gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Syðri- og Efri-Hól, Rangárþingi eystra. Breytingin tekur til byggingarreits S1. Í stað heimildar til byggingar þriggja frístundahúsa, samanlagt 360m², verður heimilt að byggja allt að 450m² gistiskála. 
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en landeiganda og sveitarfélagsins. 

3.1608051Hellishólar – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Víðir Jóhannsson, f.h. Hellishóla ehf. kt. 460105-2690, óskar eftir því að gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hellishóla, Rangárþingi eystra. Breytingin tekur til stækkunnar á lóð og byggingarreits gistihúss/hótels. Stækkun lóðar fer úr 11.910m² í 20.263m². Byggingarreitur stækkar til samræmis. Leyfilegt byggingarmagn á lóðinni er 1000m² og helst óbreytt.
Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en landeiganda og sveitarfélagsins.  

4.1605016Fornusandar – Deiliskipulag
Finnbogi Geirsson kt. 101263-5929, óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Fornusandar, Rangárþingi eystra. Um er að ræða endurbætta tillögu sem tekin var fyrir hjá Vestur-Eyjafjallahrepp á sínum tíma en tók aldrei gildi. Tillagan tekur til afmörkunar lóða og byggingarreita núverandi húsa, auk byggingar þriggja frístundahúsa og gestahúss. Hámarksstærð frístundahúsa er 140m², auk þess er leyfilegt að byggja 40m² aukahús á lóð. Hámarksstærð gestahúss er 60,5m². 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 



5.1604012Tjaldhólar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til tæplega 3 ha svæðis úr landi Tjaldhóla. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita, annars vegar fyrir stækkun útihúsa og hins vegar fyrir byggingu fjögurra gestahúsa. Tillagan var auglýst frá 3. júní 2016, með athugasemdafresti til 15. júlí 2016. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

6.1603064Káragerði – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 5 ha svæðis úr jörðinni Káragerði, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita fyrir íbúðarhús, bílskúr og útihús. Einnig gerir tillagan ráð fyrir nýrri aðkomu frá Landeyjavegi nr. 252. Tillagan var auglýst frá 3. júní 2016, með athugasemdafresti til 15. júlí 2016. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


7.1603041Fljótsbakki, Forsæti – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til lóðanna Fljótsbakki A og B sem verða sameinaðar í eina, undir heitinu Fljótsbakki og stærð lands er 4,2 ha. Settur er inn nýr byggingarreitur, B2 þar sem fyrir er frístundahús. Á byggingarreit B1 verður heimilt að byggja íbúðarhús sem getur verið allt að 200m² og bílskúr allt að 100m². Innan byggingarreits B2 verður heimilt að byggja allt að 120m² frístundahús/gestahús auk þess sem heimilt er að byggja allt að 500m² skemmu. Tillagan var aulgýst frá 16. júní 2016, með athugasemdafresti til 28. júlí 2016. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


8.1505005Vesturskák – Deiliskipulag
Hinrik Þorsteinsson kt. 110449-3219, leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Vesturskák úr landi Kirkjulækjarkots. Um er að ræða endurunna tillögu sem var til meðferðar á árunum 2005-2006, en öðlaðist ekki gildi vegna mistaka. Tillagan tekur til um 6 ha svæðis sem er upprunalega úr landi Kirkjulækjarkots. Tillagan tekur til nýbygginga fyrir ferðaþjónustu þar sem lögð verður sérstök áhersla á námskeiðahald og fræðslu. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu tveggja, allt að 800m² þjónustuhúsa auk fjögurra gistihúsa allt að 300m². Óskað er eftir því að Rangárþing eystra geri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við tillöguna.
Skipulagsnefnd mælist til þess að unnin verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, til samræmis við tillöguna. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010


STÖÐULEYFI:
9.1608059Langidalur – Umsókn um stöðuleyfi
Ferðafélag Íslands kt. 530169-3759, sækir um stöðuleyfi fyrir 18,5m² húseiningu til stækkunnar á núverandi skálavarðahúsi félagsins í Langadal, skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs. 

ÖNNUR MÁL:
10.1608060Smáratún – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vindmyllu
Arndís Soffía Sigurðardóttir f.h. Smáratúns ehf. kt. 410206-0560, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vindmyllu á jörðinni Smáratún, Fljótshlíð. Um er að ræða 7,7m háa vindmyllu sem framleitt getur allt að 3KW. Orkan sem vindmyllan mun framleiða verður nýtt inn á hitatúpu sem annar kyndingu fyrir hótelbyggingu á jörðinni. 
Framkvæmdin fellur í C flokk í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, liður 3.25. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Rangárþings eystra farið yfir tilkynningu og framkvæmdaleyfisumsókn framkvæmdaraðila. Niðurstaða skipulagsnefndar er að framkvæmd við uppsettningu á vindmyllu í Smáratúni sé ekki líkleg til að haf í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt skv. 1. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

11.1608058Midgard – Umsókn um leyfi fyrir skilti
Midgard Adventure kt. 660410-1200, sækir um leyfi til uppsetningar á skilti við gatnamót Dufþaksbrautar  og þjóðvegar skv. meðfylgjandi gögum. 
Skipulagsnefnd samþykkir til bráðabirgðar veitingu leyfis fyrir skiltinu. 

12.1608054Hvolstún 8 og 10 – Lóðarumsókn/Deiliskipulagsbreyting
Svanur Sigurjón Lárusson kt. 070852-2179, sækir um að fá úthlutað lóðunum Hvolstún 8 og 10 á Hvolsvelli, til byggingar tveggja hæða einbýlishúsa. 
Guðlaug Ósk Svansdóttir víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðanna. Skipulagsnefnd getur ekki heimilað að byggð verði tveggja hæða hús á lóðunum og bendir á að skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Hvolstún er gert ráð fyrir einnar hæðar einbýlishúsum á lóðunum. Að svo stöddu telur skipulagsnefnd ekki ástæðu til breytinga á deiliskipulagi þar sem að fyrir eru tvær lausar lóðir til byggingar tveggja hæða húsa í sömu götu.  

13.1608053Hótel Skógar – Ósk um leyfi fyrir stækkun á húsnæði
Elías Rúnar Kristjánsson og Arnar Freyr Ólafsson f.h. Hótel Skóga ehf. kt. 691211-1500, óska eftir leyfi til stækkunar á núverandi húsnæði Hótels Skóga skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið. Skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Ytri-Skóga, er ekki gert ráð fyrir stækkun húsnæðisins. Þegar fullnægjandi gögn berast mun byggingarleyfisumsókn verða grenndarkynnt fyrir þeim sem hagsmuni eiga að gæta. 

14.1608052Núpur 1 og 2 – Ósk um nafnabreytingu
Arndís Erla Pétursdóttir kt. 240855-3219, óskar eftir því að breyta heitum lóðanna Núpur 1, ln. 212981 og Núpur 2, ln. 221238 í Vallarnúpur 1 og Vallarnúpur 2. 
Skipulagsnefnd samþykkir nafnabreytinguna. 

15.1608050Hvolstún 5 – Lóðarumsókn
Gísli og synir ehf. kt. 671198-3019, sækir um að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 5, Hvolsvelli til byggingar einbýlishúss. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 


16.1608049Hvolstún 24 – Lóðarumsókn
Björk Guðnadóttir kt. 251278-4749, sækir um að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 24, Hvolsvelli til byggingar einbýlishúss. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 



Fundi slitið 11:55


Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Lilja Einarsdóttir
Christiane Bahner
Víðir Jóhannsson
Anton Kári Halldórsson