Fundargerð


30. fundur, 8 fundur kjörtímabilsins í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn 
fimmtudaginn 5. mars 2015, kl. 10:00, Ormsveli 1, Hvolsvelli. 

Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Lilja Einarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Víðir Jóhannsson.  

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1503004Steinar 2 og 3 - Landskipti
1502043Ormsvöllur 9 - Lóðarumsókn
1502042Sólbakki 11 – 13 – Lóðarumsókn
1501013Heimaland/Seljalandsskóli - Deiliskipulagsbreyting

ÖNNUR MÁL:
1502030Hvolsvegur 15 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr
1305004Seljalandsfoss – Umsókn um endurnýjun á stöðuleyfi


SKIPULAGSMÁL

1503004Steinar 2 og 3 - Landskipti
Atli Pálsson kt. 181184-3029, fh. Jöklar og fjöll ehf. Kt. 440214-0610, óskar eftir því að skipta tveimur lóðum út úr jörðinni Steinar 2 og 3 ln. 163723, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. Dags. 25.02.2015. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Steinar 2 og 3 ln. 163723. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Varðandi nýjar tengingar við þjóðveg, er landeiganda bent á að hafa samráð við Vegagerð. Einnig er bent á að skv. aðalskipulagi Rangárþings eystra er stefnt að því að fjölga ekki nýjum tenginum við þjóðveg, heldur nýta núverandi heimreiðar. 

1502043Ormsvöllur 9 - Lóðarumsókn
Hákon Mar Guðmundsson f.h. Húskarla ehf. kt. 670505-1700, óskar eftir að fá endurnýjaða lóðarúthlutun fyrir lóðinni Ormsvöllur 9 á Hvolsvelli. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar. 

1502042Sólbakki 11 – 13 – Lóðarumsókn
Hákon Mar Guðmundsson f.h. Húskarlar ehf. kt. 670505-1700, óskar eftir því að fá úthlutað parhúsalóðinni  Sólbakki 11-13 á Hvolsvelli.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar. 

1501013Heimaland/Seljalandsskóli – Deiliskipulagsbreyting
Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins sem staðfest var 20.
desember 2001. Með deiliskipulagsbreytingunni eru skilgreindar lóðir undir núverandi 
byggingar á svæðinu. Byggingarreitir eru afmarkaðir og skilmálar eldra deiliskipulags 
uppfærðir. Tillagan er unnin af Landform ehf fyrir Rangárþing eystra. Tillagan er sett 
fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 2. mars. 2015. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um er að ræða breytingu á gildandi skipulagi og allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra. 


ÖNNUR MÁL:

 1502030Hvolsvegur 15 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr
Einar Þór Árnason kt. 231050-3459, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni Hvolsvegur 15, skv. Meðfylgjandi uppdráttum unnum af Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar, dags. 09.02.15. Einnig er sótt um leyfi til að fjarlæja núverandi skúr mhl.02 sem stendur á lóðinni. 
Lilja Einarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1305004Seljalandsfoss – Umsókn um endurnýjun á stöðuleyfi
Heimir Hálfdanarson, Atli Már Bjarnason og Elísabet Þorvaldsdóttir f.h. Seljaveitinga ehf. Kt. 650213-1730, óska eftir endurnýjun stöðuleyfis fyrir veitingavagni við Seljalandsfoss sem rann út þann 6. febrúar 2015. 
Skipulagsnefnd samþykkir með fyrirvara um leyfi landeigenda að framlengja stöðuleyfi fyrir veitingavagni við Seljalandsfoss um eitt ár. 

Fundi slitið 10:40


________________________________________________________
Guðlaug Ósk Svansdóttir                   Þorsteinn Jónsson


________________________________________________________
Lilja Einarsdóttir                           Víðir Jóhannsson


________________________________________________________
Guðmundur Ólafsson                   Anton Kári Halldórsson