Stjórnarfundur í Héraðsbókasafni Rangæinga 05.12.2006 kl. 18:00.


Mættir: Svava Helgadóttir, Sólveig Eysteinsdóttir, Kristín Aradóttir, Unnar Þór Böðvarsson og Gunnhildur Kristjánsdóttir forstöðumaður.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2007

Tekjur og gjöld 10.282.000,- kr.
á gjaldalið eru eftirfarandi:
a. launakostnaður 5.850.000,- kr.
b. 50 ára afmæli bókasafnsins. 250.000,- kr.
c. símagjöld og netþjónusta 240.000,-
d. bókakaup 1.500.000,-
á tekjulið eru m.a. eftirfarandi:
a. endurgreiðsla Hvolssk. v/skólabókas. 3.807.500,- kr.
b. frá Rangárþingi eystra 5.224.500,- kr.
c. frá Héraðsnefnd Rang.. 1.100.000,- kr.

Fjárhagsáætlun Bókas. V-Eyjafjalla fyrir árið 2007. Áætluð tekjur og gjöld 645.000,- krónur.
Hækkun milli ára frá fjárhagsáætlun 2006 alls 14,3 %

Áætlunin samþykkt samhljóða.

2. Húsnæðismál bókasafnsins.
Gunnhildur las bréf til sveitarstjóra dags. 31.10.2006 um húsnæðisvanda Héraðsbókasafnsins. Ljóst er að safnið er í kreppu húsnæðislega sem stendur eðlilegri þróun safnsins fyrir þrifum.
Formaður stjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu: Stjórn Héraðsbókasafns Rangæinga leggur til við sveitarstjórn Rangárþings eystra að gera ráð fyrir stækkun á húsnæði safnsins er farið verður í hönnun nýbyggingar Tónlistarskóla Rangæinga og aðstöðu við íþróttamiðstöð á Hvolsvelli.

Tillagan var samþ. samhljóð.

3. Bókasafn V-Eyfellinga 50. ára en áður voru starfrækt lestrarfélög í
sveitarfélögunum.


Rósa Aðalsteinsdóttir biður um aukna opnun á safninu á þriðjudögum frá kl. 15:30-17:30.
Stjórnin samþ. að verða við óskum Rósu í þessum efnum. Einnig samþykkir stjórnin að undirbúa kaffikvöld á Heimalandi í tilefni af 50. ára afmæli safnsins.

4. Önnur mál:
a. Svava Helgadóttir formaður stjórnar Héraðsbókasafnsins lagði fram eftir farandi gögn til kynningar.
a. drög að erindisbréfi fyrir stjórn Héraðsbókasafnsins.
b. drög að framtíðarsýn fyrir Héraðsbókasafnið. – Þekkingar-
setur Rangæinga.

b. Svava Helgadóttir skýrði frá því að hún hefði haft samband við formann menningamálanefndar vegna þess að þessar nefndir eru á marga vegu að vinna að sömu málefnum.

c. Nokkur umræða um 50. ára afmælið.
1. Matthías Pétursson ætlar að taka saman sögu safnsins og áætlað að birta hana í Goðasteini.
2. Merki safnsins – það er í skoðun og er formanni falið að vinna málið áfram.
3. Smásagnasamkeppni er í vinnslu í tilefni að afmælinu.


Dagskrá tæmd kl. 19:45

Unnar Þór Böðvarsson Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir
Svava B. Helgadóttir Sólveig Unnur Eysteinsdóttir
Kristín Aradóttir