Mætt eru: Ásta Brynjólfsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Katrín Óskarsdóttir og Sigurlín Sveinbjarnardóttir sem ritar fundargerð. Agnes Antonsdóttir kom einnig.
Ásta, formaður stjórnar, setti fund.
Gengið til dagskrár.
- Fjárhagsáætlun ársins 2012 var kynnt og rædd.
Tölur eru svipaðar en örlítil hækkun vegna launa. Fjárhagsáætlun hljóðar í heild sinni uppá 15.555.000,- en var 14.992.000,- kr. árið áður.
Einnig var rætt um fjárhagsáætlun Bókasafns V-Eyjafjalla fyrir árið 2012 en hún er kr. 882.000,- en var 865.000,- árið 2011.
Stjórnarmenn tjáðu sig um að fjárhagsáætlanir séu varfærnar og samviskusamlega unnar. Voru þeir og mjög sáttir við reksturinn og samþykktu ofangreindar fjárhagsáætlanir samhljóða.
- Önnur mál:
Nýr eða endurnýjaður þjónustusamningur um rekstur Héraðsbókasafnsins annars vegar og Hvolsskóla hins vegar var kynntur. Ekki voru miklar breytingar gerðar en hann aðlagaður nútímanum.
Forstöðumaður kynnti fyrirspurn sem komið hefur vegna aðgengis fatlaðra og hvort hjólastóll geti leyst einhvern vanda. Skýrsla um aðgengi fatlaðra sem gerð var 2010 sýnir að aðgengi hér er ekki gott og yrði mjög erfitt að koma því í gott lag. Hjólastóll kostar um 100.000,- kr.
Rætt var um þetta mál almennt. Stjórnin hvetur til að skoðaðir verði möguleikar á úrbótum samanber samantekt og álit á bls. 3 í skýrslu um aðgengi 2010.
Umræður urðu um árgjald og fríkort sem mjög margir hafa. Ákveðið var að skoða nánar hversu margir eru að greiða árgjald.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:19
Ásta Brynjólfsdóttir
Katrín J. Óskarsdóttir
Agnes Antonsdóttir
Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir