Sameiginlegur fundur Héraðsnefndar Rangæinga og Héraðsnefndar Vestur Skaftafellssýslu

Fundurinn var haldinn í Skógum miðvikudaginn 16. maí 2012 kl: 13,00.
Mætt:  Guðfinna Þorvaldsdóttir, Egill Sigurðsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Haukur G Kristjánsson, Steindór Tómasson, Elvar Eyvindsson, Sverrir Magnússon,  Guðmundur Pétur Guðgeirsson, Elín Einarsdóttir, Guðmundur Ingi Ingason og Guðmundur Einarsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá.

1. Ásreikningur Skógasafns 2011 og skýrsla framkvæmdastjóra.
Hagnaður af rekstri ársins nam kr. 20.932.772, eigið fé í árslok nam kr. 210.900.291 og veltufé frá rekstri nam kr. 26.641.900.  Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.  Héraðsnefndirnar lýsa ánægju sinni með niðurstöðu ársreiknings og þakka framkvæmdastjóra, safnstjóra og öðrum starfsmönnum Skógasafns fyrir vel unnin störf á árinu 2011.  Sverrir Magnússon framkvæmdastjóri Skógasafns fór yfir helstu þætti í rekstri safnsins á árinu 2011.  Formaður safnstjórnar Ísólfur Gylfi Pálmason lagði fram til kynningar fundargerð aðalfundar Sógasafns, sem haldinn var 11. maí 2012.  Í fundargerðinni eru bókuð áform um stækkun og viðgerð á gamla safnahúsinu.  Héraðsnefndirnar fela stjórn Skógasafns að vinna áfram að undirbúningi og fjármögnun þessa verkefnis og leggja síðan fyrir héraðsnefndirnar áður en ráðist verður í framkvæmdir.

2. Innsend erindi.
2.1. Afrit af bréfi ábúenda á Yri Skógum til Skógræktarfélags Rangæinga dags. 14.4.211. Bókun: Formönnum héraðsnefnda falið að funda með Skógræktarfélagi Rangæinga, Landgræðslu ríkisins og ábúendum í Ytri Skógum vegna erindisins.
2.2. Urðun á Skógasandi.
Formönnum héraðsnefnda er falið að funda með stjórn Hulu bs. Og stórn Sorpstöðvar  Rangárvallasýslu bs. Er varðar urðunarmál á Skógasandi í samráði við Landgræðsluna.
2.3. Tölvubréf Margrétar Bárðardóttur og Smára Ólasonar dags. 29.3.2012 er varðar lóðir fyrir sumarhús.  Unnið er að deiliskipulagi á svæðinu og þar er gert ráð fyrir lóðum undir sumarhús Margrétar og Smára.  Fannberg ehf falið að ganga frá lóðarleigusamningum við þessa aðila þegar deiliskipulag hefur verið samþykkt.

3. Málefni Skóga, Karl Axelsson og Guðjón Ármannsson frá Lex mættu á fundinn.
3.1 Dómur Héraðsdóms Suðurlands varðandi landmerki milli jarðanna Eystri og Ytri-Skóga.   Elvar Eyvindsson lýsti yfir hugsanlegu vanhæfi sýnu og vék af fundi undir þessum lið.  Guðjón Ármannsson fór yfir niðurstöðu dómsins.  Fram kom að kröfulína Ytri-Skóga  neðan þjóðvegar var samþykkt.  En ofan þjóðvegar voru um 95 hektarar lands vestan kröfulínunnar dæmdir Eystri-Skógum.  Héraðsnefndirnar samþykktu samhljlóða að áfrýja dómi Héraðsdóms Suðurlands til Hæstaréttar.  Jafnframt er þess óskað að Karl Axelsson hjá Lex lögmannsstofu taki að sér málið ef kostur er fyrir héraðsnefndirnar.
3.2 Bréf frá Landgræðslu ríkisins, þar sem vakin er athygli á að með bréfi frá 1977 hafi sýslunefndir Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu afhent Langdræðslunni Skógasand til friðunar og uppgræðslu.  Héraðsnefndirnar vilja af því tilefni árétta að grunneignarrétturinn að umræddu landi er eftir sem áður á hendi Héraðsnefnda Rangæinga og Vestur Skaftafellssýslu.  Ráðstöfun landsins á grundvelli yfirlýsingarinnar frá desembermánuði 1977 var einungis tímabundin og til sérstakra afnota.
3.3  Drög að deiliskipulagi fyrir Ytri-Skóga kynnt fyrir héraðsnefndunum.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl:  16,00