Fundur sveitarstjóra með lögbýlingum á Heimalandi 21. ágúst 2006

Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri, setti fund og ritaði fundargerð.

 

1. Aðalmenn kosnir í fjallskilanefnd Helgi Friðþjófsson, Seljalandsseli og Ásgeir Árnason Stóru-Mörk. Varamenn Guðmundur Guðmundarson Núpi III, og Ragnar Lárusson Stóra-Dal.

2. Önnur mál

a. Vegur inn á almenninga í Húsadal, þar þarf að laga beygju. Sigurgeir og Böðvar hafa farið inn eftir að skoða aðstæður. Sveitarstjóri tók að sér að skoða málið.
b. Auglýsa þarf byggðasmölun í Búkollu 16. eða 23. september. Smölun heiða er vandamál. Heimild er í fjallskilareglugerð að smala á kostnað eigenda. Sveitarstjóri tók að sér að kanna málið í samvinnu við formann fjallskilanefndar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.