Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð


202. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli fimmtudaginn 3. september 2015  kl. 12:00
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Þórir Már Ólafsson, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson, Guðmundur Viðarsson, varamaður Kristínar Þórðardóttur, Guðmundur Ólafsson, varamaður Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Oddviti leitaði eftir athugasemdum við fundarboð.

Guðmundur Ólafsson, varamaður gerði athugasemd við að fundarboð og fundargögn hafi borist seint til sín.

Sveitarstjóri biðst afsökunar á þessum mistökum.  Hann hvetur sveitarstjórnarmenn sem ekki geta mætt á sveitarstjórnarfund að framsenda fundargögn til varamanna sinna þegar þeir eru boðaðir á fund.  Þannig má tryggja fullkomlega að svona mistök eigi sér ekki stað.


Erindi til sveitarstjórnar:
1. Fundagerð byggðarráðs, 141. fundur byggðarráðs, haldinn 25. júní 2015   Staðfest.
2.Fundagerð byggðarráðs, 142. fundur byggðarráðs, haldinn 13. ágúst 2015 Staðfest.
3. Fundagerð byggðarráðs, 143. fundur byggðarráðs, haldinn 18. ágúst 2015 Staðfest.
4.Fundagerð byggðarráðs, 144. fundur byggðarráðs, haldinn 27. ágúst 2015 Staðfest.

5.Styrkumsókn, Rut Ingólfsdóttir sækir um styrk vegna tónleikahalds dags. 27. ágúst 2015.
            Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 100.000,-

6. Umsögn sveitarstjórnar vegna endurnýjun rekstarleyfis hjá Jóni Guðmundssyni Drangshlíð Eyjafjöllum.
            Samþykkt samhljóða.

7. Umsögn sveitarstjórnar vegna rekstarleyfis, gistingu í flokki I, fyrir Gunnhildi Eddu Kristjánsdóttur,         Hlíðarvegi 16.
        Samþykkt samhljóða.

8.Húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar, minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar til upplýsingar.
Húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar, minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10. júlí 2015 ásamt fylgigögnum. Til upplýsingar. Skipulagsfulltrúi., æskulýðs- og íþróttafulltrúi og umsjónarmaður félagsmiðstöðvar koma undir þessum dagskrárlið á fundinn. 
Tillaga um kaup á húsaeiningum vegna húsnæðismála félagsmiðstöðvarinnar.
Samþykkt með 5 atkvæðum LE,IGP,BB,ÞMÓ og GÓ að kaupa umræddar einingar undir félagsmiðstöð. Tveir sitja hjá GV og BAT.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við skipulags- og byggingafulltrúa.

Bókun D-lista

Tillaga sú sem nú er til umfjöllunar er að okkar mati ekki tæk til endanlegrar afgreiðslu. Í hana vantar mikilvægar upplýsingar svo unnt sé að taka afstöðu til hennar, t.a.m. sundurl. mat á heildarkostnaði framkvæmdanna, hugsanlega staðsetningu og útlit, sem og nauðsynlega stærð húsnæðis félagsmiðstöðvar.
Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í húsnæðismálum félagsmiðstöðvarinnar lýsum við okkur þó ekki andvíga þeirri hugmynd sem til umræðu er svo bjarga megi þeim bráða vanda sem kominn er upp.  Málið hefði  þó þurf betri undirbúning að okkar mati. 
Þegar aðsteðjandi vandi i húsnæðismálum félagsmiðstöðvar verður leystur til bráðabirgða teljum við nauðsynlegt að í framhaldinu verði settur á laggirnar samráðshópur undir forystu skipulags-og byggingafulltrúa sem falið verði að fjalla um framtíðarskipan húsnæðismála fræðslustofnana sveitarfélagsins, svo markviss og skipulögð vinna hefjist við að finna félagsmiðstöð og annarri starfsemi tengdri æskulýðs-og menntamálum varanlegan sess. Hópinn skipi fulltrúar allra framboða sem fulltrúa eiga í sveitarstjórn auk æskulýðs-og íþróttafulltrúa. Vinnuhópurinn hafi samráð við skólastjórnendur í sveitarfélaginu.
Birkir Tómasson
Guðmundur Viðarsson


Bókun B-lista
Fulltrúar B-lista benda á að þegar hefur verið lögð fram gróf kostnaðaráætlun skipulags og byggingafulltrúa enda hefur hann unnið að undirbúningi málsins síðan snemma í vor. Í góðri samvinnu við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumann félagsmiðstöðvar og í sameiningu hafa þeir lagt fram  upplýsandi greinagerðar eftir vettvangsferð, þar sem sambærilega lausnir voru skoðarar sem styðja ákvörðun þessa. 

9.Tillaga um að taka þátt í verkefninu Heilsueflandi grunnskólar.
            Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að athuga með viðhorf skólayfirvalda í 
            Rangárþingi eystra til þess að gera samning við Embætti landlæknis um heilsueflandi 
            leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu.
            Tillagan samþykkt samhljóða.

10.Ályktun L-listans um leikskólamál í Rangárþingi eystra. 
            Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu á ályktun L-listans.

11.Fulltrúar National Parking – koma á fundinn til þess að kynna starfsemi sína. 
            Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

12.Framkvæmdaleyfi v. útsýnispalls við Skógafoss – Skipulagsfulltrúi mætir á fundinn og sýnir afstöðumyndir varðandi framkvæmdina. 
            Erindinu frestað.

13.       Bréf frá Hrefnu Lind Lárusdóttur og Trausta Ólafssyni ódags., hugmynd að 
            leiklistarstarfsemi í félagsheimilinu Gunnarshólma.
      Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að málinu.
14.       Lóðarumsókn.  Stemma hf. sækir um lóðirnar Austurvegur 12 og 14.  
            Samþykkt með 6 atkvæðum LE, IGP, ÞMÓ, BB, BAT og GÓ.  GV situr hjá.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:

1.Fundargerð fræðslunefndar frá 20. ágúst s.l. Staðfest.
2.Fundargerð 2. fundar Orku- og veitunefndar frá 18. ágúst sl. Varðandi 3. dagskrárlið vegna borholunnar á Goðalandi er sveitarstjóra falið að vinna að málinu.  Fundargerðin staðfest að öðru leyti.


Mál til kynningar:

1. Kynning á Þáttaröðinni Að sunnan á vegum N4. 
Sveitarstjórn líst vel á verkefnið og veitir sveitarstjóra umboð til að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.
2.Smalanir og réttir í Rangárþingi eystra, haustið 2015.
3.Greining á stöðu skjalastjórnunar hjá Rangárþingi eystra. 
4.     Fjárhagsáætlun 2015, styrkveitingar og staða þeirra.
4.Aukavinna sveitarstjórnarmanna.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15

____________________              _______________________
Lilja Einarsdóttir                         Ísólfur Gylfi Pálmason
                                  
______________________                 ______________________
Þórir Már Ólafsson               Benedikt Benediktsson
                                                                 
_______________________                    _______________________    
Birkir A. Tómasson                         Guðmundur Viðarsson

_______________________  
 Guðmundur Ólafsson