Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Varmahlíð – Deiliskipulag fiskeldis 
Tillagan tekur til um 1,5 ha reits til uppbyggingar fiskeldis á jörðinni Varmahlíð undir Austur-Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra. Áætluð ársframleiðsla lífmassa er um 19 tonn. 

Eyland – Deiliskipulag landspildu
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3,5 ha landspildu úr landi Eylands. Gert er ráð fyrir byggingu frístundahúss, gestahúss og geymslu. Aðkoma að spildunni er um afleggjara af Akureyjarvegi nr. 255. 


Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er eftirfarandi lýsing aðalskipulagsbreytingar kynnt fyrir almenningi. 
Hvolsvöllur – Lýsing aðalskipulagsbreytingar
Um er að ræða lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna stækkunar miðsvæðis á Hvolsvelli. Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er breyting landnotkunar á svæði sem áður var skilgreint sem íþróttasvæði og landbúnaðarsvæði norður af miðsvæði Hvolsvallar. Miðsvæði (M2) er samkvæmt því stækkað til norðvesturs um 4,5 ha og íþróttasvæðið og landbúnaðarsvæðið minnkað að sama skapi. Stækkun miðsvæðis nær inn fyrir veghelgunarsvæði þjóðvegar í samræmi við fyrirhugaðar breytingar í heildarendurskoðun aðalskipulagsins, sem nú stendur yfir. Skilgreindri gönguleið á svæðinu er breytt. Aðrar breytingar verða ekki á landnotkun.


Ofangreindar deiliskipulagstillögur og lýsingu er hægt að skoða hér á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 28. maí 2014. Frestur til að skila inn athugasemdum við ofangreindar deiliskipulagstillögur er til 9. júlí 2014. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Ábendingum varðandi lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar má koma skriflega til skipulags- og byggingarfulltrú eða á póstfangið bygg@hvolsvollur.is fyrir 11. júní 2014. 




F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi