Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Straumur – Deiliskipulag fyrir lögbýlið Straum
Skipulagssvæðið tekur til hluta af landsvæði lögbýlisins Straums, Austur-Landeyjum. Aðkoma er af Bakkavegi nr. 253. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis og byggingar fyrir þjónustu við ferðamenn.  

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003 – 2015. 
Ytri-Skógar – Aðalskipulagsbreyting, breyting á landnotkun
Tillagan tekur til um 4,9 ha svæðis að Ytri-Skógum. Svæði S15 (Fossbúð og nágrenni) sem skilgreint er sem svæði fyrir þjónustustofnanir, er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu (V5) og jafnframt stækkað til suðurs á kostnað opins svæðis til sérstakra nota. 


Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ytri-Skóga, Rangárþingi eystra. 
Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Tillagan tekur til hluta lands Ytri-Skóga. Helstu breytingar sem tillagan tekur til eru að lóð farfuglaheimilis er stækkuð til suðurs og byggingarreitur stækkaður. Gert er ráð fyrir nýrri lóð undir hótel/þjónustumiðstöð, sunnan við lóð farfuglaheimilis, þar sem áður var gert ráð fyrir tjaldsvæði. Tvær ferðaþjónustulóðir sunnan við Fossbúð verða sameinaðar í eina og mun hún ná lengra til suðurs en áður. Hætt er við rútu- og bílastæði norðan og vestan við farfuglaheimili og þau staðsett á milli farfuglaheimilis og hótellóðar auk stæða austan við áætlað hótel og vestan við lóð fyrir ferðaþjónustu. Afmörkun tjaldsvæðis og allri þjónustu við það, auk bílastæða er færð að öllu leyti sunnan við Skógafossveg. 

Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða hér á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 26. mars 2014. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. maí 2014. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. 


F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi