Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að aðalskipulagi Rangárþings eystra. 
Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum þann 13. desember 2013 tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Tillagan tekur til sveitarfélagsins í heild. Í aðalskipulagstillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Tillagan byggir á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015.


Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Völlur 1 – Deiliskipulag frístundasvæðis
Tillagan tekur til um 34 ha. svæðis úr landi jarðarinnar Völlur 1, Rangárþingi eystra. Í tillögunni er gert ráð fyrir 14 lóðum undir frístundahús á bilinu 9.000m² - 11.000m². Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 150m² frístundahús, 40m² gestahús og 25m² geymsluskúr. 


Samkvæmt 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga að aðalskipulagsbreytingu.
Hvolsvöllur – Aðalskipulagsbreyting, stækkun miðsvæðis. 
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015 verði breytt á þann veg að miðsvæði á Hvolsvelli (M2) verði stækkað til norðvesturs um 4,5 ha. Svæðið sem stækkunin nær til var áður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota / íþróttasvæði (O/Í) og landbúnaðarsvæði (L), sem minnka að sama skapi. Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Sú þróun hefur haft jákvæð áhrif á byggð og mannlíf í sveitarfélaginu, aukið umsvif og fjölbreytni í þjónustustarfsemi. Með breytingunni er stutt við fyrirhugaða byggingu upplifunar- og fræðslumiðstöðvar sem helguð verður eldstöðvum á Suðurlandi auk frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu til framtíðar. 


Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 20. ágúst 2014. Frestur til að skila inn athugasemdum við endurskoðað aðalskipulag og deiliskipulagstillögu frístundasvæðis er til 1. október 2014. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna stækkunar miðsvæðis Hvolsvallar verður til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, föstudaginn 22. ágúst 2014 frá 10:00 – 12:00.   



F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi