Aðalfundur Héraðsbókasafns haldinn í safninu 30. mars 2006.

Mættir: Svava Helgadóttir, Unnar Þór Böðvarsson, Guðmunda Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Anna Helga Kristinsdóttir og Einar G. Magnússon.

1. Svava setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

2. Ársreikningur 2005 lagður fram.

Nokkuð rætt um sundurliðun á bókhaldslykla. Gunnhildi falið að fara yfir málið og ræða við bókara.

Reikningarnir samþykktir og undirritaðir af stjórn.

3. Skýrsla forstöðumanns.
Gunnhildur fór yfir stöðuna. Útlán hafa heldur aukist. Unnið er að tenginu við landsnet. Gegni.
Leikskólinn og skólaskjólið koma reglulega í heimsókn vikulega.
Leshringur fyrir útlendina er vikulega og þokkalega sóttur.
Námskeið hafa verið haldin m.a. um hollt mataræði.
Bókaverðir hafa farið á námskeið.

Í lok skýrslu bókavarða lýsti hún áhuga sínum á að koma á fót námsveri í tenglum við bókasafnið þar sem fólk gæti verið í næði við vinnu. Nefndarmenn voru mjög áhugasamir um þetta mál og Gunnhildi falið að skoða málið áfram.

4. Þjónustusamningur um rekstur skólabókasafns. Samningur lagður fram,
yfirfarinn og samþykktur eftir smávægilegar breytingar og vísað til skólanefndar til samþykktar.


5. Önnur mál. Svava þakkaði fyrir ánægjulegt samstarf og tóku nefndarmenn undir það.

Fleira ekki rætt, fundi slitið.

Einar G. Magnússon
Guðmunda Þorsteinsdóttir
Svava Björk Helgadóttir
Anna Helga Kristinsdóttir
Unnar Þór Böðvarsson
Gunnhildur E. Kristjánsdóttir