Brunavarnir Rangárvallasýslu b.s.

Fundargerð

Aðalfundur Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. ágúst 2014 kl. 11:00

Mættir: Ágúst Ingi Ólafsson, Ágúst Sigurðsson, Nanna Jónsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri og Anton Kári Halldórsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fundinn.
Þetta gerðist:
1.  Tilnefning fundarstjóra.
Stungið upp á Ágústi Inga Ólafssyni. Samþykkt samhljóða.     

2.  Tilnefning fundarritara.
 Stungið upp á Ágústi Sigurðssyni. Samþykkt samhljóða.    

3.  Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2013.
Ágúst Ingi lagði fram skýrslu stjórnar og ársreikning Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir rekstrarárið 2013.

Rekstrarreikningur:
Rekstrartekjur kr.  24.749.998
Rekstrargjöld kr.  24.588.045
Fjármagnstekjur kr.       214.011 

Rekstrarniðurstaða, hagn. kr.       375.604

Efnahagsreikningur:
Eignir:
Varanlegir rekstrarfjármunir  kr.  18.762.164
Veltufjármunir kr.  11.892.686

Eignir samtals kr.  30.654.850

Eigið fé og skuldir:
Eigið fé kr.  29.342.871

Langtímaskuldir kr.                  0 
Skammtímaskuldir kr.    1.311.979

Skuldir samtals kr.    1.612.874

Eigið fé og skuldir samtals kr.  30.654.850

Ársreikningur borinn upp til samþykktar. Samþykktur samhljóða.
Stjórnarformaður þakkaði stjórn og starfsmönnum fyrir samstarf á árinu. Ákveðið að ný stjórn myndi heimsækja slökkviliðin, skoða búnað og aðra aðstöðu og síðan í framhaldinu  halda samráðsfund með slökkviliðunum og fara sameiginlega yfir málin. 


4.  Tillaga um laun stjórnarmanna:
Laun stjórnarmanna verði 2% af þingfararkaupi nú kr. 13.029.- fyrir hvern fund og laun stjórnarformanns verði 4% af þingfararkaupi nú kr. 26.058.- fyrir hvern fund,
Auk þess verði greiddur akstur samkvæmt ríkistaxta.

Samþykkt samhljóða.


5. Ákvörðun um breytingu á samþykktum samlagsins ef tillaga um það hefur komið  
    fram með löglegum fyrirvara sbr. 7. gr.
Engar tillögur lágu fyrir um breytingar á samþykktum samlagsins

6.  Kosningar.

Stjórn, aðal- og varamenn.

Tillaga um aðalmenn í stjórn:
Ágúst Ingi Ólafsson, Rangárþingi eystra
Ágúst Sigurðsson, Rangárþingi ytra
Björgvin G. Sigurðsson, Ásahreppi

Samþykkt samhljóða

Tillaga um varamenn stjórnar:
Ísólfur Gylfi Pálmason, Rangárþingi eystra
Sólrún Helga Guðmundsdóttir,  Rangárþingi ytra
Jakob S. Þórarinsson, Ásahreppi

Samþykkt samhljóða



Löggiltur endurskoðandi/endurskoðunarfyrirtæki.
Tillaga um endurskoðunarfyrirtæki og endurskoðanda:

KPMG endurskoðun hf., Einar Sveinbjörnsson, löggiltur endurskoðandi.

Samþykkt samhljóða

7.  Önnur mál.
- Ályktun frá Landssambandi Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um starfsmannamál lögð fram til  kynningar.

- Formaður lagði fram yfirlit um rekstur það sem af er ári 2014. Rekstur er í góðu jafnvægi. 

-Rætt um nauðsyn þess að koma á reglubundinni skráningu brunavarnaupplýsinga og reglubundnu eldvarnareftirliti. Lögð fram drög að gjaldskrá sem gæti verið grunnur að fjármögnun á slíkum reglubundnum brunavörnum. Ákveðið að senda drögin til sveitastjórna til umfjöllunar og ákvarðanatöku.

-Rætt um hvort skoða ætti brunavarnir Rangárþings í stærra samhengi á Suðurlandi og leita víðtækara samstarfs við nágrannasveitarfélög. Stjórn falið að vinna málið áfram.
 
-Vinna þarf áfram að gerð brunavarnaráætlunar fyrir svæðið.


Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:40