9. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra haldinn 
fimmtudaginn 6. júní 2013, kl. 11:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.


Mætt: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.


Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson
Efnisyfirlit:


SKIPULAGSMÁL:
1306040 Moldnúpur – Deiliskipulag 
1306041 Þórunúpur – Deiliskipulag
1306042 Kirkjuhvolsreitur - Deiliskipulagsbreyting


BYGGINGARMÁL:
1306043 Hrútafellskot – Byggingarleyfi fyrir frístundahúsi
1306044 Þórunúpur lóð 1 – Byggingarleyfi fyri geymslu / gestahúsi
1306045 Þórunúpur lóð 2 – Byggingarleyfi fyri geymslu / gestahúsi
1304001 Hallskot lóð 1 – Breyttir aðaluppdrættir


ÖNNUR MÁL:
1306046 Austurvegur 4a – Stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi
1306047 Skógafoss – Endurnýjun á stöðuleyfi fyrir veitingavagni
1306048 Íþróttavöllur Hvolsvelli – Stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi
1306049 Varmahlíð – Framkvæmdaleyfi fyrir fiskeldi
SKIPULAGSMÁL
1306040 Moldnúpur – Deiliskipulag 
Tillagan tekur til byggingar einbýlishúss, bílskúra og ferðaþjónustuhúsa í landi Móldnúps, Rangárþingi eystra. Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar er tillagan tekin fyrir að nýju. 
Athugasemdir Skipulagsstofnunar vörðuðu fjarlægð byggingarreita frá vegi og fornminjar innan skipulagssvæðis. Komið hefur verið á móts við athugasemdir stofnunarinnar og tillagan leiðrétt til samræmis. Telst því tillagan samþykkt. 


1306041 Þórunúpur – Deiliskipulag
Tillagan tekur til tveggja lóða fyrir frístundahús úr landi Þórunúps, Rangárþingi eystra. Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar er tillagan tekin fyrir að nýju. 
Athugasemdir Skipulagsstofnunar vörðuðu gerð bygginga, samræmi við aðalskipulag, aðkomu og fornminjar. Komið hefur verið á móts við athugasemdir stofnunarinnar og tillagan leiðrétt til samræmis. Telst því tillagan samþykkt. 1306042 Kirkjuhvolsreitur - Deiliskipulagsbreyting
Tillagan tekur til óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Kirkjuhvolsreitsins. Meðal annars verða lóðamörk skilgreind og gert verður ráð fyrir byggingu raðhúss í stað parhúsa. 
Að mati skipulags- og byggingarnefndar er um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi að ræða. Deiliskipulagsbreytingin tekur til um 0,6 ha svæðis. Í stað 12 íbúða í 6 parhúsum er gert ráð fyrir 5 íbúðum í raðhúsum og 4 íbúðum í 2 parhúsum. Íbúðirnar eru ætlaðar fyrir fólk 60 ára og eldri eða fólk með sérþarfir. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar séu að jafnaði á bilinu 80-120m². Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði eftir tillögum frá íbúum á heiti fyrir hina nýju götu.
BYGGINGARMÁL:
1306043 Hrútafellskot – Byggingarleyfi fyrir frístundahúsi
Ásta Skæringsdóttir kt.1502694829 og Skæringur Eyjólfsson kt.260139-2159, sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á jörðinni Hrútafellskot ln.163669, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Bent Larsen Fróðasyni, dags. 17.04.2013.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag. 


1306044 Þórunúpur lóð 1 – Byggingarleyfi fyri geymslu / gestahúsi
Sigurður Hallgrímsson f.h. Lýsi hf. kt.440269-5089, sækir um byggingarleyfi fyrir geymslu / gestahúsi á lóð úr landi Þórunúps ln.212981 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Arkþing, dags. 17.04.2013.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.


1306045 Þórunúpur lóð 2 – Byggingarleyfi fyri geymslu / gestahúsi
Sigurður Hallgrímsson f.h. Lýsi hf. kt.440269-5089, sækir um byggingarleyfi fyrir geymslu / gestahúsi á lóð úr landi Þórunúps ln.221238 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Arkþing, dags. 17.04.2013.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.


1304001 Hallskot lóð 1 – Breyttir aðaluppdrættir
Valur Andersen kt.270847-2699, leggur fram breytta aðaluppdrætti af sumarhúsi í byggingu að Hallskoti lóð 1 ln.164096. Uppdrættirnir eru unnir af Tpz teiknistofu, dags. 30.05.2013.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta uppdrætti og mælist til þess að grenndarkynning fari fram. 

ÖNNUR MÁL:
1306046 Austurvegur 4a – Stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi
Páll Kr. Pálsson f.h. Glófa ehf. kt.430190-1489, sækir um stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi í nágrenni við pósthúsið að Austurvegi 4a, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsinu til 10. október 2013. Nánari staðsetning og fyrirkomulag skal unnið í fullu samráði við byggingarfulltrúa. 


1306047 Skógar – Endurnýjun á stöðuleyfi fyrir veitingavagni
Leifur Birkir Logason kt.051285-2129, sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir veitingavagni að Skógum skv. meðfylgjanid erindi.
Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir veitingavagninum til 15. september 2013. Nánari staðsetning og fyrirkomulag skal unnið í fullu samráði við byggingarfulltrúa. 


1306048 Íþróttavöllur Hvolsvelli – Stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi
Jónas Bergmann Magnússon f.h. KFR, kt. 510497-3259, sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi sem stendur við Íþróttavöllinn á Hvolsvelli skv. meðfylgjandi erindi. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsinu til eins árs.


1306049 Varmahlíð – Framkvæmdaleyfi fyrir fiskeldi
Páll Magnús Pálsson kt.121168-4219 og Sigurður Jakob Jónsson kt.300856-0049, f.h. óstofnaðs félags, óska eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á jörðinni Varmahlíð ln.163815, skv. meðfylgjandi erindi. 
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Til að hægt sé að veita framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni þurfa nánari gögn að liggja fyrir. Málinu frestað þar til fullnægjandi gögn hafa borist. Einnig bendir nefndin á að nauðsynlegt er fyrir framkvæmdaaðila að vera í góðu samráði við heilbrigðiseftirlit og aðra opinbera aðila sem koma með einum eða öðrum hætti að framkvæmdinni. 
Fundi slitið kl. 12:10

Guðlaug Ósk Svansdóttir                          
Þorsteinn Jónsson
Kristján Ólafsson                                      
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson           
Anton Kári Halldórsson