9. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, kjörtímabilið 2002-2006, haldinn í Pálsstofu í Félagsheimilinu Hvoli, 4. mars 2004, kl. 13:30.

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlausson, Jónas Jónsson, Ólafur Eggertsson, Bergur Pálsson, Lúðvík Bergmann og Tryggvi Ingólfsson. Að auki sitja fundinn Guðmundur Einarsson, Stefán Örn Stefánsson, arkitekt og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

Valtýr Valtýsson setti fund og stjórnaði honum.

1. Skógar:
a) Skipulagsmál - Stefán Örn Stefánsson, arkitekt.
Stefán Örn Stefánsson, arkitekt, kynnti drög að aðalskipulagi Skóga 2003-2015.
Samþykkt samhljóða að hafa sambærilega kynningu á sameiginlegum fundi hérðasnefnda Rangárvallasýslu og V-Skafafellsýslu.

Stefán Örn yfirgaf síðan fundinn.

b) Lagt fram bréf frá Margréti Bárðardóttur, dagsett 3/10´03, varðandi eign hennar og bróður hennar í landi Ytri-Skóga.
Samþykkt samhljóða að fela Valtý Valtýssyni og Ólafi Eggertssyni að ræða við eigendur þeirra tveggja sumarhúsa í nágrenni borholunnar á Skógum

c) Lagt fram bréf frá sveitarstjóra Rangárþings eystra, dagsett 13/2´04, vegna bréfs frá Ásgeiri A. Ásmundssyni varðandi umsókn um lóð undir veiðihús á Skógum.
Samþykkt samhljóða að taka jákvætt í erindið að því tilskyldu að Hótel Skógar ehf. falli frá réttindum sínum skv. bókun 7. fundar Héraðsnefndar Rangæinga, 25/6´03, 3. lið. Valtý falið að kanna afstöðu Hótel Skóga ehf.

d) Lagt fram bréf frá Héraðsnefnd V-Skaftafellssýslu, dagsett 13/2´04, þar sem fram kemur að Héraðsnefnd V-Skaftafellsýslu hefur ekki, að svo komnu, áhuga á hugsanlegum kaupum á húseignum Héraðsskólans í Skógum.
Samþykkt samhljóða að senda sveitarstjórnum Rangárvallasýslu bréf, þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til hugsanlegra kaupa Héraðsnefndar Rangæinga á húseignum Héraðsskólans á Skógum.

e) Lagt fram bréf frá Mýrdalshreppi, dagsett 26/1´04, varðandi hugsanlega sölu jarðarinnar Ytri-Skóga.
Vísað til samráðsnefndar héraðsnefnda Rangæinga og V-Skaftafellssýslu.

f) Lagt fram bréf frá ORF líftækni hf., dagsett 2/3´04, þar sem óskað er eftir samþykki Héraðsnefndar Rangæinga fyrir ræktunartilraunum á byggi á Skógarsandi og Stórólfsvelli.
Ólafi Eggertssyni falið að afla samþykkis stjórnar Sandræktarfélags Skógarsands fyrir afnotum af spildu fyrir tilraunir á Skógasandi.
Samþykkt samhljóða.

g) Lagt fram bréf frá Brunavörnum Rangárvallasýslu b.s., dagsett 1/3´04, þar sem óskað er eftir lóðarleigusamningi vegna Slökkvistöðvarinnar í Skógum.
Valtý Valtýssyni falið að ganga frá lóðarleigusamningi og undirrita stofnskjal fyrir lóð undir aðstöðu Brunavarna bs. að Skógum.
Valtý er einnig falið að láta gera stofnskjal fyrir lóð undir Þorsteinshúsi.
Samþykkt samhljóða.

2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar:


Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun Héraðssjóðs Rangæinga.

Tillaga lögð fram um lækkun framlag til byggingar FSu. í kr. 3.900.000.- og hækkun rekstrarfjár á móti verður kr. 760.000.-.
Framlög sveitarfélaga verða kr. 21.265.000.-.

Samþykkt samhljóða.

3. Tónlistarskóli Rangæinga:
a) Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga fyrir árið 2004.
Niðurstöðutölur rekstrar samtals kr. 38.325.000.-.
Samþykkt samhljóða.

b) Lagt fram minnisblað frá fundi Guðmundar I. Gunnlaugssonar og Jónasar Jónssonar 5/2´04, um ýmis málefni Tónlistarskólans.
Jónas Jónsson gerði grein fyrir stöðu mála.
Til kynningar.

4. Fjölbrautarskóli Suðurlands:
Lagt fram bréf frá Örlygi Karlssyni, skólameistara FSu., dagsett 24/2´04, þar sem óskað er samþykkis Héraðsnefndar Rangæinga að ljúka byggingu viðbyggingar við íþróttahús Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Hérðsnefnd Rangæinga samþykkir samhljóða, fyrir sitt leyti, heimild til lántöku vegna viðbótar við byggingu íþróttahús FSu. fyrir sitt leyti. Lánið komi til greiðslu á árunum 2005-2007.

5. Ársuppgjör Markavörslu Rangárvallasýslu 2003:
Lagt fram ársuppgjör Markavörslu Rangárvallasýslu 2003, frá Þorsteini Oddsyni.
Rekstrarniðurstaða ársins 2003 er kr.: 1.472.500.-.
Eign samtals 31/12´03: kr. 1.807.168,-.
Til kynningar.

6. Erindi frá Íslandsbanka hf.:
Lagt fram bréf frá Íslandsbanka hf., dagsett 24/2´04, þar sem óskað er eftir samþykki Héraðsnefndar Rangæinga á meðfylgjandi viðauka við leigusamning við Veiðifélag Eystri-Rangár, dagsettur 16/3´02, á spildu úr jörðinni Stórólfshvoli.

Samþykkt samhljóða að fela Valtý Valtýssyni að ganga frá viðauka við leigusamninginn.

7. Aðgangur að bankalínu:
Héraðsnefnd samþykktir samhljóða að veita Guðmundi Einarssyni heimild fyrir aðgangi að bankareikningi Héraðsnefndar Rangæinga og Tónlistarskóla Rangæinga um bankalínu.

8. Bréf og styrkbeiðnir:
a) Atvinnu- og ferðamálafulltrúi, 9/2´04 - þjónustukort fyrir Rangárþing.
Tekið jákvætt í erindið og óskað frekari upplýsinga varðandi kostnað.

b) Hestamannafélagið Geysir, 24/1´04 - styrkbeiðni.
Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 500.000.-.

c) Skógræktarfélag Rangæinga, 29/12´03 - ársskýrsla vegna starfssemi ársins 2003 og bréf 11/1´04 - styrkbeiðni.
Samþykkt að veita styrk skv. samþykktri fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Rangæinga 2004.

9. Önnur mál:
a) Lagt fram samkomulag um afborgun láns að upphæð kr. 25.000.000.- til uppbyggingar Samgönguminjasafnsins að Skógum.
Samþykkt samhljóða.

b) Jónas Jónsson ræddi um úreldingu sláturhúsa og tímasetningu slátrunar lamba.
Stefnt skal að því að ljúka endurskoðun fjallskilareglugerðar Rangárvallasýslu fyrir vorfund.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17:30.

Fundarritari: Sigrún Sveinbjarnardóttir