Mætt:  Guðfinna Þorvaldsdóttir, Eydís Indriðadóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Haukur G Kristjánsson, Margrét Sigurgeirsdóttir, Kristín Þórðardóttir og Guðmundur Einarsson, sem ritaði fundargerð.  Guðfinna Þorvaldsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Dagskrá.

 

  1. Ársreikningur Skógasafns.

    Heildartekjur ársins 2010 námu kr. 96.258 þús, hagnaður ársins nam kr. 20.506 þús og eigið fé í árslok nam kr. 189.968 þús.  Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.  Héraðsnefndin færir safnverði Þórði Tómassyni, framkvæmdastjóra Sverri Magnússyni, byggingarstjóra Viðari Bjarnasyni og öðru sarfsfóli þakkir fyrir vel unnin störf á árinu.  Fram kom hjá formanni safnstjórnar Ísólfi Gylfa Pálmasyni að unnið er að fjármögnun til að bæta aðgengi að safninu.



  2. Fjárhagsáætlanir 2012.



    1. Byggðasafnið í Skógum. 

      Gert er ráð fyrir tekjum að fjárhæð kr. 112.200 þús og tekjuafgangi að fjárhæð kr. 14.052 þús.  Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.



    2. Tónlistarskóli Rangæinga.

      Gert er ráð fyrir tekjum að fjárhæð kr. 67.036 þús og veltufé í árslok að fjárhæð kr. 1.500 þús.  Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.



    3. Héraðsnefnd Rangæinga. 

      Gert er ráð fyrir tekjum að fjárhæð kr. 25.700 þús og veltufé í árslok að fjárhæð kr 500 þús.  Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.



  3. Innsend erindi.



    1. Héraðsbókasafn Rangæinga.  Beiðni um fjárstyrk.  Samþykkt að veita safninu styrk að fjárhæð kr. 800.000 á árinu 2012.



    2. Kórar í Rangárþingi.  Beiðni um fjárstyrk vegna tóleika á Heimalandi 1.des 2011.  Erindinu var hafnað og formanni héraðsnefndar falið að svara erindinu.



    3. Skotfélagið Skyttur.  Beiðni um fjárstyrk.  Samþykkt að veita félaginu styrk að fjárhæð kr. 350.000 á árinu 2012.



  4. Málefni Skóga og Stórólfsvallar.

    Ákveðið að bjóða Stórólfi ehf að kaupa lóð undir þau hús, sem þeir eru með á jörðinni.   Slíkt boð er þó ævinlega gert með fyrirvara um að eftir sem áður er fyrir hendi lögmæt og gild útburðarheimild, sbr. dómur Hæstaréttar frá  2.11 s.l. í málinu nr. 561/2011. Jafnframt var ákveðið að auglýsa til sölu þann hluta jarðarinnar sem liggur vestan og sunnan Suðurlandsvegar.  Formanni og héraðsráði falið að vinna málið áfram.



  5. Önnur mál.

    1. Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands varðandi opnun á skógarreit í Skógum fyrir almenning.  Afgreiðslu erindis frestað og formanni falið að kalla eftir frekari upplýsingum frá Skógræktarfélaginu.



    2. Skipulagsmál í Skógum.  Guðfinnu og Ísólfi Gylfa falið að semja við Landslag ehf, um lok á skipulagsvinnu.



    3. Vinnusamningur við Þórunni Ragnarsdóttur vegna starfs eldri borgara.  Formanni falið að fara yfir starfslýsingu og ganga frá samningi við Þórunni og funda með félagi eldri borgara.



    4. Umsókn um lóð undir Baldvinsskála.  Umsókninni vísað frá þar sem landið sem um ræðir er að líkindum ekki í eigu héraðsnefndanna.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl:  14:00