8. fundur Fjallskilanefndar Vestur-Eyjafjalla, Almenninga, Stakkholts, Steinsholts og Merkurtungna, 22. ágúst 2011.

Mættir á fundinn: Jóhann Jensson, Guðjón Ólafsson, Ásgeir Árnason, Baldur Björnsson, Ragnar Lárusson, Sigmar Sigurðsson, Helgi Friðþjófsson, Óli Kristinn Ottósson, Ársæll Hauksson, Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, Saga Ársælsdóttir, Guðmundur Jón Viðarsson, Magnús Geirsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðlaugur Einarsson og Ísólfur Gylfi Pálmason sem skráði fundargerð.

Sveitarstjóri Ísólfur Gylfi Pálmason setti fund og sagði frá því að sveitarstjórn hefði skipað Ásgeir Árnason sem fulltrúa sveitarfélagsins í fjallskilanefnd. Þá stakk sveitarstjóri upp á Ásgeiri Árnasyni sem fundarstjóra og var það samþykkt samhljóða.

Tillaga kom fram um að sameina fjallskilanefnd og heiðasmölunarnefnd. Eftir talsverðar umræður var það samþykkt samhljóða. Þetta leiðir til þess að sveitarfélagið á að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Sveitarstjóri stakk þá upp á að Baldur Björnsson yrði hinn fulltrúi sveitarfélagsins. Tillaga kom fram um fulltrúa bænda í nefndina. Þeir eru Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur Viðarsson og Ragnar Lárusson. Til vara Sigmar Sigurðsson, Jóhann Jensson og Magnús Geirsson. Tillagan samþykkt samhljóða.

Ákveðið var að sameiginlegir smaladagar í haust verði 17. og 18. september, fyrsta safn, og eftirsafn fari fram 24. og 25. september. Kappkostað verði að heiðasmölun verði samstillt á öllum heiðum undir Vestur-Eyjafjöllum. Bændur hvattir til þess að standa við þessi áform en í einhverjum tilfellum hefur orðið misbrestur á því. 

Fundi slitið

Jóhann Jensson
Guðjón Ólafsson
Ásgeir Árnason
Baldur Björnsson
Ragnar Lárusson
Sigmar Sigurðsson
Helgi Friðþjófsson
Óli Kristinn Ottósson
Ársæll Hauksson
Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir
Guðmundur Jón Viðarsson
Magnús Geirsson
Guðmundur Guðmundsson
Guðlaugur Einarsson
Ísólfur Gylfi Pálmason