Mættir voru:  Guðlaug Ósk svansdóttir, Guðmunda Þorsteinsdóttir, Benedikt Benediktsson varamaður Oddnýjar Steinu Valsdóttur, Heiða Scheving leikskólastjóri Arkar, Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri Hvolsskóla, Pálína Björk Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks Hvolsskóla, Ingibjörg Sæmundsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskólans, Anna Kristín Guðjónsdóttir fulltrúi foreldra barna í leikskólanum, Esther Sigurpálsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá

  1. Skólanámskrá Hvolsskóla skólaárið 2011-2012



    Skólanámsskráin kynnt fyrir fræðslunefndinni, skráin er með svipuðu sniði og áður, þar kemur m.a. fram sú breyting að fækka skóladögum úr 180 dögum í 170 daga.

    Sigurlín sagði frá ýmsum breytingum í nýrri Aðalnámsskrá fyrir grunn- og leikskóla en um er að ræða 3ja ára aðlögunarferli. Sigurlín talaði um að æskilegt væri að  móta skólastefnu fyrir sveitarfélagið.

    Fræðslunefnd hvetur til að skipaður verði starfshópur til að móta skólastefnu fyrir sveitarfélagið.

  2. Grænfáninn og starfið framundan í Hvolsskóla



    Sigurlín sagði frá Grænfánaverkefninu en skólinn fékk grænfánann í annað sinn þann  1. nóvember 2011.  Fulltrúar frá sveitarstjórn ,fræðslunefnd, umhverfisnefnd, Landvernd og Landgræðslu voru viðstaddir afhendinguna sem tókst mjög vel.

    Umhverfisnefnd skólans er skipuð nemendum úr öllum árgöngum og starfsfólki skólans, nefndin hittist einu sinni í mánuði til að vinna að verkefninu.

    Búið er að  biðja Landgræðsluna um einn hektara af óræktuðu landi til að græða upp og er það í tengslum við Grænfánaverkefnið. Keypt hafa verið fiskikör til moltugerðar. Orri Páll verkefnisstjóri hjá Landvernd benti  á að kynna mæti verkefnið betur í samfélaginu okkar. Verkefnið er tekið út á 2ja ára fresti.

    Á þemadögum var farið í Drumbabót, Efrahvolshella og um svæði hér á Hvolsvelli og var almenn ánægja með hvernig til tókst.

    Fyrirhugað er að fá Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðing til að vera með fyrirlestur um samskipti á vinnustað þriðjudaginn 22.nóv kl 15 og voru fundarmenn sérstaklega boðnir velkomnir.

  3. Niðurstaða samræmdu prófanna



    Sigurlín kynnti niðurstöður samræmdu prófanna, niðurstöður prófanna eru nýlega komnar og eru kennarar að kynna sér niðurstöðurnar þessa dagana.

  4. Sigurlín kynnti sjálfsmatsskýrslu fyrir Hvolsskóla skólaárið 2010-2011



    Sjálfsmatshópur skipaður 5 starfsmönnum skólans hittist einu sinni í mánuði til að vinna að sjálfsmati fyrir skólann. Niðurstöður eru í flestum liðum góðar. Það voru 50 starfsmenn af 53 sem tóku þátt í könnuninni og eru starfsmenn almennt ánægðir með starfsaðstöðu og umhverfi. Athygli vakti að nemendur á elsta stigi vilja getað leitað meira til starfsmanna skólans ef eitthvað er að, einnig vilja þeir betri vinnufrið í kennslustundum. Sigurlín benti á að vera er að vinna að úrbótum varðandi þessar niðurstöður.



    Þátttaka foreldra í könnuninni sem lögð var fyrir á foreldradegi 11. febrúar 2011 var dræm en einungis 50% foreldra tóku þátt.  Sigurlín sagði frá því að næst þegar könnunin verður lögð fyrir foreldra verði það með öðrum hætti til að reyna fjölga þátttakendum.

  5. Ársskýrsla leikskólans   



    Heiða kynnti starfsskýrslu leiksskólans, ákveðið hefur verið að hafa áfram blandaðar deildir en það hefur gengið vel. Ástæðan er sú, að stefna leikskólans er að börnin séu ekki á fleiri deildum en tveimur og sveigjanleiki í innritun nemenda. Unnið er með Hugsmíðahyggju. Heiða kynnti og sýndi nýtt merki leikskólans Arkar „Leikur einn“. Í október 2011 voru 83 nemendur í leikskólanum.

    Mikið samstarf var á milli skólastiga og stefnt er að því að halda því góða samstarfi áfram. Unnið var með 6 hópa sem samanstóð af nemendum úr 1. bekk og elsta árgangs leikskóla.

    Eitt af markmiðum leikskólans var að vinna að eflingu aga en starfsmenn fóru m.a. á fyrirlestur um eflingu aga hjá Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðing.

    Heiða benti á mikilvægi þess að klára endurbætur á rými og búnaði inn í leikskólanum, og leggur sérstaka áherslu á að hljóðvistin verði bætt.  Verkfræðistofan Verkís hefur núþegar tekið út hljóðvistina og telur úrbóta þörf hvað hljóðvist varðar.

    Endurbætur á leikskólalóð er lokið og eru öll leiktæki komin á leiksvæðið og mikil ánægja er með hvernig til tókst.

    Ávallt eru gerðar þrjár stöðumatsathuganir hjá nemendum í leikskólanum, um er að ræða; málþroska, hljóðkerfisvitund og hreyfiþroska.

    Á síðasta skólaári nutu  37 börn  sérkennslu í leikskólanum, sautján þeirra eru einstaklingar með frávik sem að falla undir greiningarviðmið frá viðurkenndum greiningaraðilum. Tuttugu þeirra eru tvítyngd.



    Heiða sagði frá fyrirhugaðri starfsamannaferð til Englands 18. apríl 2012.

  6. Erindi frá foreldrafélagi leikskólans dags. 4. okt. 2011

    Kynnt fyrir fræðslunefnd

  7. Önnur mál.

    Sigurlín kynnti slysahættu við gryfju og sagði frá því að tveir aðilar eru að vinna að kostnaðaráætlun.  Einnig telur Sigurlín að endurnýja þurfi a.m.k. 20 tölvur. Fræðslunefnd  tekur undir þessar ábendingar og hvetur sveitarstjórn til að taka vel í beiðnina.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 19: 15

Guðlaug Ósk Svansdóttir

Guðmunda Þorsteinsdóttir

Benedikt Benediktsson

Sigurlín Sveinbjarnardóttir

Heiða Scheving

Pálína Björk Jónsdóttir

Ingibjörg Sæmundsdóttir

Anna Kristín Guðjónsdóttir