7. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn í Skógum, föstudaginn 23. maí 2008, kl. 14:00.

Mætt: Elvar Eyvindsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Kjartan Magnússon, Haukur G Kristjánsson, Þorgils Torfi Jónsson, Eydís Indriðadóttir og Ólafur Eggertsson. Auk þess sat Guðmundur Einarsson fundinn og ritaði fundargerð.

1. Ársreikningar 2007:
1.1 Ársreikningur Héraðssjóðs Rangæinga lagður fram.
Hagnaður af rekstri nam 2.142 þús og eigið fé í árslok 165.765 þús.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

1.2. Ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga lagður fram.
Tap af rekstri nam 1.019 þús og eigið fé í árlok 10.719 þús.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

2. Innsend erindi:
2.1 Lagt fram bréf frá Kirkjukór Landeyja, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi. Héraðsnefnd sér ekki fært að verða við erindinu, en bendir kirkjukórnum á að sækja um stuðning hjá menningarsamningi suðurlands.

2.2 Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Rangæinga ( frestað frá 2007 ) þar sem óskað er eftir fjárstuðningi á árinu 2008. Samþykkt framlag að fjárhæð kr. 1.500.000.

2.3 Lagt fram til kynningar erindi frá Oddafélaginu varðandi uppbyggingu Sæmundarstofu ens fróða í Odda á Rangárvöllum. Héraðsnefnd Rangæinga styður þá stefnu Oddafélagsins að hefja Oddastað til frekari vegs og virðingar og þakkar gott starf Oddafélagsins í gegn um tíðina.

2.4 Lagt fram bréf frá Kristínu Þórðardóttur í Lynghaga, þar sem óskað eftir landi til leigu í Brúnum í landi Stórólfsvallar. Erindinu hafnað.

2.5. Lagt fram bréf frá félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu þar sem óskað er eftir aðkomu héraðsnefndar að byggingu félagsmiðstöðvar fyrir aldraða á Strönd. Héraðsnefnd tekur jákvætt í erindið og hvetur félag eldri borgara að sækja um styrk til þessarar framkvæmdar hjá Framkvæmdasjóði aldraðra.

2.6. Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Geysi, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til æskulýðsstarfs á árinu 2008. Samþykkt fjárframlag að fjárhæð kr. 700.000.

2.7. Lagt fram bréf frá Sambandi sunnlenskra kvenna þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna afmælisárs félagsins. Samþykkt fjárframlag að fjárhæð kr. 250.000.


3. Málefni Stórólfsvallar:
Kynnt álit frá Karli Axelssyni hrl. um málefni jarðarinnar Stórólfsvallar. Formanni falið í samráði við Karl að tilkynna leigutökum jarðarinnar að hún verði ekki leigð áfram eftir að leigutíma lýkur samkvæmt núgildandi leigusamningi.

4. Málefni Skóga:
4.1. Formanni falið að vinna áfram í að fá skorið úr um landamerki jarðarinnar.

4.2. Lagt fram erindi frá Margréti Bárðardóttur og Smára Ólafssyni varandi land undir sumarhús. Héraðsnefnd samþykkir að Margrét og Smári fái afmarkaðan til eignar reit umhverfis núverandi sumarhús þeirra. Formanni falin útfærsla reitar í samráði við Héraðsnefnd V-Skaftfellinga. Formanni heimilað að leita eftir endanlegu samþykki héraðsnefndarmanna með tölvupósti.

4.3. Lagt fram bréf frá Óskari Sigurðssyni lögmanni f.h. ábúenda Ytri-Skóga varðandi kaup þeirra á jörðinni. Héraðsnefndi hefur ekki upp nein áform um sölu jarðarinnar og felur lögmanni sínum að svara bréfinu.

4.4. Lagt fram bréf frá Óskari Sigurðssyni lögmanni vegna deiliskipulags í Skógum. Skipgulags- og byggingafulltrúi Rangárvallasýslu hefur svarað bréfinu með bréfi dags. 7.5.2008.

5. Önnur mál:

Eydísi Indriðadóttur, Elvari Eyvindssyni og Þorgils Torfa Jónssyni falið að endurskoða verkefni og stjórn Héraðsnefndar Rangæinga.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Elvar Eyvindsson formaður
Guðmundur Einarsson fundarritari