Fundur í Fjallskilastjórn haldinn að Staðarbakka 4.febrúar 2004.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt var að gjaldskrá fyrir gistingu í hús yrði óbreytt frá fyrra ári eða 1.100 krónur. Farið var yfir rekstur síðasta árs, fyrirkomulag og fleira. Þó nokkuð er farið að bóka fyrir sumarið.
2. Rætt um umsókn okkar um styrk úr landbótasjóði 2003 sem var hafnað. Samþykkt var að sækja um að nýju. Einnig samþykkt að sækja um framlag til sveitarstjórnar líkt og verið hefur.
3. Rætt var um framkvæmdir sem þarf að fara í á árinu. Meðal annars þarf að endurnýja girðingar að hluta t.d. svokallaða Hvolhreppsgirðingu inn við Bólstað, réttargerðið og að hluta afréttargirðingar auk smá viðhalds á húsum.

Ekki fleira gert, fundi slitið

Kristinn Jónsson
Jens Jóhannsson
Eggert Pálsson