Fundargerð
6. fundur Velferðarnefndar Rangárþings eystra haldinn í Pálsstofu, Hvoli, Hvolsvelli, fimmtudaginn 27. nóvember 2014 kl. 20:30.
Mættir eru: Bergur Pálsson, Christiane L. Bahner.
1. Fundarsetning 
Bergur Pálsson, formaður, setur fundinn.
2. Málefni innflytjenda. 
Magdalena Prewlocka mætir og segir frá sínu starfi. Hún segir að hún sinni helst upplýsingagjöf til innflytjenda og túlkun fyrir þá hjá stofnum sveitarfélagsins, s.s. á leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu o.fl.
Bergur segir frá ráðstefnu SÍS í Keflavík. Hann segir að þar hafi komið fram að mikilvægt sé að sveitarfélögin séu með móttökuáætlun fyrir nýbúa.  Hann segir einnig frá að við ættum að nota betur þá þjónustu sem ýmsar stofnanir bjóða og að læra af þeim sem gera vel, t.d. Fellaskóla í Reykjavík.

4. Undirbúningur næsta fundar.
Ákveðið er að halda næsta fund 8. janúar 2015 þar sem fundur skv. fundaráætlun yrði í jólafríi. Á þeim fundi munum við ræða málefni innflytjenda betur með öllum fundarmönnum. 

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 21:30