6. fundur Héraðsnefndar Rangæinga kjörtímabilið 2010 til 2014 haldinn í Skógum miðvikudaginn 22. júní 2011.

 

Mætt: Guðfinna Þorvaldsdóttir, Eydís Indriðadóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Steindór Tómasson, Elvar Eyvindsson, Sverrir Magnússon, Þorvarður Hjaltason og Guðmundur Einarsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá.

1. Húsnæðismál samstarfsverkefna SASS.

Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri SASS fór yfir starfsemi samtakanna og tengdra stofnana, þar á meðal húsnæðis- og starfsmannamál. Rætt var um möguleika til að dreifa stofnunum og starfsemi samtakanna víðar um starfsvæðið heldur en nú er. Héraðsnefnd Rangæinga mótmælir hugmyndum um lokun starfstöðvar AÞS á Hellu. Héraðsráði falið að óska eftir viðræðum við stjórnir sfofnana SASS varðandi lausnir á húsnæðismálum.

2. Ásreikningur Héraðsnefndar Rangæinga 2010.
Tap af rekstri ársins 2010 nam kr. 228.066 og eigið fé árslok nam kr. 167.930.383. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

3. Ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga 2010.
Tap af rekstri ársins 2010 nam kr. 4.443.010 og eigið fé í árslok nam kr. 8.728.137. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

4. Innsend erindi.
4.1 Erindi frá Bjarna Jónssyni á Selalæk, þar sem óskað er eftir því að kannað verði hvort mögulegt sé að setja upp eftirlitsmyndavélar við þjóðveg nr. 1í sýslunni. Lagt fram til kynningar og formanni falið að skoða kostnað við uppsetningu á vélum og eða öryggisvörslu í sýslunni.

4.2 Erindi frá Skotfélaginu Skyttum, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til uppbyggingar á skotæfingasvæði á Geitasandi. Tekið jákvætt í erindið og afgreiðslu þess frestað til haustfundar og næstu fjárhagsáætlunar.

4.3 Erindi frá félagi landeigeigenda á Almenningum, þar sem óskað er eftir samstarfi við héraðsnefnd varðandi tilhögun beitar sauðfjár á Almenningum. Erindinu vísað til gróðurverndarnefndar Rangárvallasýslu.


5. Fyrirhuguð sala á jörðinni Stórólfshvoli.
Lagt fram bréf frá Rangárþingi eystra, þar sem sveitarfélagið lýsir sig reiðubúið til viðræðna við héraðsnefnd um kaup á jörðinni Stórólfsvelli. Frekari viðbragða er að vænta frá Rangárþingi eystra á næstunni.

6. Önnur mál.
Sverrir Magnússon sagði frá rekstri Skógasafns á árinu 2010 og horfum fyrir árið 2011. Ennfremur sagði hann að byggingu geymsluhúsnæðis væri um það bil að ljúka. Héraðsnefnd flytur framkvæmdastjóra safnsins og byggingastjóra þakkir fyrir vel unnin störf við að koma byggingunni upp. Þá sagði Sverrir orðið brýnt í ráðast i byggingu nýrrar móttöku og salernisaðstöðu fyrir byggðasafnið. Stjórn byggðasafnsins falið að gera fjárfestingar-áætlun fyrir slíka byggingu.

Ísólfur Gylfi greindi frá því að erfingjar Ottós Eyfjörð hefðu óskað eftir hugmyndum frá héraðsnefnd um framtíðarvarðveislu ljósmyndasafns Ottós. Ísólfi Gylfa falið að móta hugmyndir varðandi málið og leggja fyrir héraðsnefnd.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl: 17,15

Guðmundur Einarsson, fundarritari.