Mætt voru: Lilja Einarsdóttir, Helgi Jens Hlíðdal, Lárus Viðar Stefánsson, Benedikt Benediktsson, Guðrún Ósk Birgisdóttir og Hrafnkell Stefánsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja.

Dagskrá:
  1. Viðbygging við íþróttamiðstöð-framvinda mála.

    Skoðaðar teikningar að framkvæmdum/breytingum á íþróttamiðstöð, hvar þær eru staddar í ferlinu, ýmsu velt upp og rætt.

  2. Íþróttamiðstöðin-Kynning, Hrafnkell Stefánsson.

    Hrafnkell fór yfir nýtingu íþróttahúss, hún er svipuð og undanfarin ár nánast fullnýtt hús alla. Fór Hrafnkell yfir ýmsar lagfæringar sem hafa verið gerðar á búnaði og húsi. Nýting á Sundlaug hefur verið heldur lakari á síðasta ári borið saman við undanfarin ár, en þó aukist töluvert frá fyrra ári þrátt fyrir eftirstöðvar gosáhrifa, sem er ánægjuleg þróun. Hrafnkell yfirgefur fund að dagskrárlið loknum.

  3. Skipun tilnefndra fulltrúa í ungmennaráð.

    Fyrir hönd grunnskólanema:

    Aðalmenn: Hrafnhildur Hauksdóttir, Ívar Máni Garðarsson
    Varamenn: Katrín Rúnarsdóttir, Ari Björnsson

    Fyrir hönd framhaldsskólanema:

    Aðalmenn: Heiðrún Huld Jónsdóttir, Bjarki Oddsson
    Varamenn: Guðrún Ósk Jóhannsdóttir, Kristþór Hróarsson

    Fyrir hönd Dímonar, íþróttafélags:
        Aðalmaður: Sigurður Borgar Ólafsson
        Varamaður: Kolbrún Gilsdóttir

    Fyrir hönd KFR, knattspyrnufélags:
        Aðalmaður: Przemyslaw Bielawski   
        Varamaður: Leifur Auðunsson

    Fyrir hönd  GHR, golfklúbbs:
        Aðalmaður: Andri Már Óskarsson
        Varamaður: Jón Sigurðsson

    Fyrir hönd Ýmis, björgunarfélags
        Aðalmaður: Harpa Sif Þorsteinsdóttir
        Varamaður: Birgir Svanur Björgvinsson

    Fyrir hönd Geysis, hestamannafélags:
        Aðalmaður: Hjörvar Ágústsson
        Varamaður:  Fanney Úlfarsdóttir

    Formanni Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar falið að boða til fyrsta fundar.

  4. Bréf - Í þínum sporum, dagur gegn einelti 8. Nóvember 2011 – lagt fram til kynningar.

    Nefndin hvetur stjórnendur allra stofnana sveitafélagsins að gera deginum hátt undir höfði.

  5. Bréf – 0% hreyfingin, dags. 15. Sept. 2011 – lagt fram til kynningar.
  6. Önnur mál – ýmislegt rætt sem ekki var fært til bókar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.40.



Lilja Einarsdóttir                   
Helgi Jens Hlíðdal
Benedikt Benediktsson               
Guðrún Ósk Birgisdóttir
Lárus Viðar Stefánsson