Fundur Fjallskilanefndar V-Eyjafjalla, haldinn að Moldnúpi 05. mars 2006. Kl. 20.30.
Húsadalur:
Fjallskilanefnd álítur að allar byggingar eigi að vera sunnan megin við vegslóðann inní dalinn. Einnig bendir nefndin á að vegslóðin er eina leið bænda inná Almenninga, og tryggja beri þeim umferðarrétt. Nefndin bendir einnig á að rekstrarleið bænda inná Almenninga er inn með Fljótsgili, þar sem smáhýsi eru á drögunum. Halda ber þeirri leið skilyrðislaust án allra bygginga.
Einnig er bent á ósamræmi í texta á bls. 9 kafla 3 þar sem alað er um 10ha, en á bls. 13 kafli 4 er síðan talað um 21,5ha.
Langidalur:
Eins og áður er komi fram er nefndin á móti smáhýsabyggingu austan Skagfjörðsskála, sem og veglagningu að þeim. Jafnframt er nefndin á móti lagningu véltks slóða inn Langadal, sbr. Fundargerð bls.34 no.6.
Slippugil:
Nefndin bendir á að betur færi að byggja einn skála í minni Slippugils, í stað fjölda smáhýsa, eins og drögin sýna ásamt því raski sem vegslóðar eru.
Goðaland:
Nefndin bendir á að nú þegar er lítið augnayndi af fjölda þeirra smáhýsa sem þegar er á Goðalandi og fækka beri þeim eins og kostur er.
Örnefni eru ekki rétt á Goðalandi í drögunum.
Réttarfell á að vera Bólhöfuð
Þvergil er minni Strákagils.