Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 9. nóvember 2003.
Allir nefndarmenn mættir.

Formaður bauð menn velkomna og setti fund.

Þetta gerðist

1. Farið yfir vinnuframlag til leita og rétta og leiðrétt frá því að áætlun fór fram. Vitað er að fé er enn á afrétt. Senda þarf menn í 3. leit til að handsama það.


2. Bréf frá Skógræktarfélagi Rangæinga, dagsett nóv.2003, þar sem leitað er eftir áhuga nefndarinnar um að fara í skógrækt í Þórólfsfelli. Samþykkt að leita eftir hugmyndum þeirra um stærð lands, girðingar og fleira. Skiptar skoðanir voru um málið.

Ekki fleira gert, fundi slitið

Kristinn Jónsson
Eggert Pálsson
Jens Jóhannsson