57. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn fimmtudaginn 1. mars 2018, kl. 10:00 á skrifstofu sveitarstjóra, Hvoli, Hvolsvelli. 

Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Víðir Jóhannsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. 
Guðmundur Ólafsson boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í hans stað. 

Áheyrnafulltrúar sveitarstjórnar: Ísólfur Gylfi Pálmason

Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð. 

Samþykkt að bæta máli nr. 5 á dagskrá. 

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1.1802047Langidalur – Fyrirspurn vegna lagningar rafstrengs
2.1802046Fornhagi - Deiliskipulag
3.1802040Seljalandsheiðarnáma – Ákvörðun um matsskyldu
4.1802038Guðnastaðir – Landskipti
5.1802052Varmahlíð – Umsókn um stöðuleyfi


SKIPULAGSMÁL:
1.180247Langidalur – Fyrirspurn vegna langingar rafstrengs
Arnþór Þórðarson f.h. Ferðafélags Íslands óskar eftir áliti sveitarfélagasins á hugsanlegri lagninu rafstrengs milli Húsadals og Langadals í Þórsmörk. Fyrirhuguð lega strengsins yrði að mestu í gönguleið á milli svæðanna.  
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið. Að mati nefndarinnar er um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd að ræða. Mikilvægt er að gott samráð verði haft við alla hagsmunaaðila á svæðinu þ.á.m Rarik, Forsætisráðuneytið og Skógræktina á undirbúningstíma framkvæmdarinnar. 

2.1802046Fornhagi - Deiliskipulag
Svava Björk Jónsdóttir f.h. Meiriháttar ehf. kt. 441291-1599, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Fornhaga ln. 189779, Rangárþingi eystra. Tillagan mun gera ráð fyrir smáhýsum til útleigu, tjaldsvæði fyrir tjöld, tjaldvagna og húsbíla. Á svæðinu yrði einnig virk miðstöð sem mun styrkja nágrannasvæðin og bændur í kring með möguleika að koma og selja vörur á svæðinu auk þess sem að leitast er við sem mestri sjálfbærni. Umhverfisvænar lausnir verða í fyrirrúmi og samstarf við nærumhverfi virkjað. Smáhýsin verða þannig hönnuð að þau munu falla inn í umhverfið á sem smekklegastan hátt og að sem minnst rask verði á framkvæmdatíma. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Að mati nefndarinnar þarf skipulagsvinnan að byrja á gerð lýsingar fyrir deiliskipulagstillöguna sem kynnt verðu almenningi og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila.  

3.1802040Seljalandheiðarnáma – Ákvörðun um matsskyldu
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum tilkynnti Vegagerðin, Skipulagsstofnun fyrirhugaða 40.000m³ efnistöku í Seljalandsheiðarnámu. Í bréfi Skipulagsstofnunar frá 22. febrúar 2018 varðandi ákvörðun um matsskyldu koma fram eftirfarandi ákvörðunarorð:
„Í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Vegagerðarinnar við tilkynningu og umsagnir. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð allt að 40.000m³ efnistaka í Seljalandsheiðarnámu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ 
Lagt fram til kynningar. 

4.1802038 Guðnastaðir - Landskipti
Guðni Ragnarsson kt. 240177-4209 og Arnheiður Einarsdóttir kt. 310878-5889, óska eftir því að skipta 19.985m² í 6 skikum úr jörðinni Guðnastaðir ln. 163860 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Eflu dags. 22. 01.2018. Óskað er eftir því að hið nýja land fái heitið Greifabúið. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Guðnastaðir ln. 163860. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni. 
 
5.1802052Varmahlíð – Umsókn um stöðuleyfi
Orri Guðmundsson kt. 240388-2439, sækir um stöðuleyfi fyrir matvagni á jörðinni Varmahlíð ln. 163815, skv. meðfylgjandi erindi og afstöðumynd. Fyrirhuguð staðsetning er sunnan þjóðvegar við Holtsós. Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tímabilið 01.03.2018 – 01.10.2018. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar vegna aðkomu að svæðinu. 


Fundi slitið 10:53


Víðir Jóhannsson
Anton Kári Halldórsson
Lilja Einarsdóttir
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Ísólfur Gylfi Pálmason