5. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra fimmtudaginn 31. jan. 2013, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mætt á fundinn: 
Guðlaug Ósk Svansdóttir form., Haukur Guðni Kristjánsson, Kristján Ólafsson, Elvar Eyvindsson og Guðmundur Ólafsson, Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingafulltrúi.

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
312 – 2012 Baldvinsskáli - Deiliskipulag
S001 – 2013 Hamragarðar/Seljalandsfoss, Þórsmörk - Deiliskipulag
S002 – 2013 Neðri-Dalur - Landskipti

AUGLÝSTAR TILLÖGUR:
S001 – 2012  Þórunúpur - Deiliskipulag
336 – 2012 Ey 2 - Deiliskipulag
148 – 2010 Forsæti 2 - Deiliskipulag
204 – 2011 Moldnúpur - Deiliskipulag
113 – 2010 Torfastaðir / Hlíðarbakki - Deiliskipulag

MÁL ENDURAUGLÝST VEGNA FORMGALLA:
095 – 2009 Fagrahlíð - Deiliskipulag
142 – 2010 Sámsstaðir - Deiliskipulag
127 – 2010 Forsæti I - Deiliskipulag
184 – 2011 Skeið - Deiliskipulag
205 – 2011 Skeggjastaðir - Deiliskipulag
207 – 2011 Dægra - Deiliskipulag
182 – 2011 Eystra Seljaland - Deiliskipulag
146 – 2010 Koltursey - Deiliskipulag
147 – 2010 Skarðshlíð - Deiliskipulag
145 – 2010 Staðarbakki - Deiliskipulagsbreyting
000 – 2006 Langanes - Deiliskipulagsbreyting

BYGGINGARMÁL:
B001 – 2013 Landeyjahöfn – Breytingar inanhúss
B002 – 2013 Akur - Viðbygging við íbúðarhús
B003 – 2013 Langidalur - Stöðuleyfisumsókn

SKIPULAGSMÁL:
312-2012 Deiliskipulag - Baldvinsskáli
Tillagan tekur til endurbyggingar Baldvinsskála, geymslu, skálavarðahúss og snyrtiaðstöðu á Fimmvörðuhálsi.  Tillaga var auglýst í mars 2012.
Vegna formgalla er samþykkt að auglýsa tillöguna aftur, í samræmi við 41. gr. skipulags¬laga nr. 123/2010.

S001 – 2013 Deiliskipulag - Hamragarðar/Seljalandsfoss, Þórsmörk og Gluggafoss
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að hafin verði gerð deiliskipulags fyrir Hamragarða/Seljandsfoss, Þórsmörk og Gluggafoss.
Skipulags- og byggingarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að hefja vinnu við gerð deiliskipulaganna. Nefndin vill ítreka að deiliskipulögin verði unnin í fullu samráði við landeigendur viðkomandi svæða.

S002 – 2013 Landskipti – Neðri-Dalur
Steinn Logi Guðmundsson kt.230561-4359, óskar eftir að stofna lóðina Neðri-Dalur 2 land úr jörðinni Neðri-Dalur 2 ln.163785 skv. meðfylgjandi uppdrætti. Einnig er óskað eftir samþykki á skilgreindri stærð Neðra-Dals 1 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar Neðri-Dalur 2 lóð og skilgreind stærð Neðra-Dals 1.

 

AUGLÝSTAR TILLÖGUR:
Neðangreindar tillögur voru auglýstar skv. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 frá 19. desember til 30. janúar 2013:

S001-2012 – Þórunúpur
Deiliskipulagstillaga tekur til um 15,9 ha svæðis landnr. 212981 úr landi Þórunúps.  Tillagan tekur til tveggja lóða, 9,1ha og 6,8ha.  Á hvorri lóð er heimilað að byggja allt að 160 m² frístundahús og 30 m² geymslu.  Aðkoma er frá heimreið að Þórunúpi sem liggur af Vallakróksvegi, nr. 262.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

336-2012 -  Ey 2
Tillagan tekur til þriggja íbúðarlóða á um 4 ha svæði.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt, með vísun í bókun sveitarstjórnar frá 7. des síðastliðnum.

148-2010 – Forsæti 2
Tillaga að deiliskipulagi að Forsæti 2 tekur til byggingar íbúðarhúss og útihúsa.  Deili-skipulagstillaga var auglýst 1. sept. 2010 og bárust engar athugasemdir á auglýsinga¬tíma.  Skipulagsstofnun gerði athugasemd við veg að Forsæti 2 að hann færi yfir veg annars aðila.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Forsæti 2 var endurauglýst þar sem of langt er um liðið síðan tillagan var auglýst.  Skv. ábendingu Skipulags¬stofnunar er heimreið færð norðar og er öll innan veghelgunarsvæðis. 
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

204-2011  – Moldnúpur
Tillaga að deiliskipulagi Moldnúps tekur til um 4 ha landsvæðis og tekur til byggingar einbýlishúss, bílskúra og ferðaþjónustuhúsa.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

113-2010  – Torfastaðir / Hlíðarbakki
Deiliskipulagið tekur til tveggja íbúðarlóða, auk tveggja lóða fyrir gestahús.  Tillaga að deiliskipulagi var upphaflega tekin fyrir í jan. 2010 og tillagan var auglýst 27. okt. 2010. 
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Torfastaði var endurauglýst þar sem of langt er um liðið síðan tillagan var auglýst. Ein athugasemd barst við deiliskipulagið á auglýsingartíma frá Þór Sigurbjörnssyni og Þuríði Björnsdóttur fh. Gils og grænna skóga ehf. varðandi fjölda íbúðarhúsa á deiliskipulagssvæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að skv. deiliskipulagstillögunni er aðeins gert ráð fyrir byggingu tveggja íbúðarhúsa. Deiliskipulagstillagan samþykkt óbreytt.

 

MÁL ENDURAUGLÝST VEGNA FORMGALLA
Í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar voru eftirtalin mál auglýst aftur óbreytt frá því sem þau voru tekin fyrir á sínum tíma.
Neðangreindar tillögur voru auglýstar skv. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 frá 19. desember til 30. janúar 2013:
 
• 095-2009  - Fagrahlíð
Tillagan tekur byggingar tveggja íbúðarlóða, auk lóðar fyrir hesthús og skemmu.
Ein athugasemd barst við deiliskipulagið á auglýsingartíma frá Þór Sigurbjörnssyni og Þuríði Björnsdóttur fh. Gils og grænna skóga ehf. varðandi landamerki á milli Torfastaða 4 og 5 og Fögruhlíðar. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að landamerki sem sýnd eru á deiliskipulagsuppdrætti eru einungis til skýringar og eru ekki innan skipulagsmarka deiliskipulagsins. Deiliskipulagstillagan samþykkt óbreytt.

• 142-2010  - Sámsstaðir – deiliskipulag
Tillagan tekur til jarðarinnar til landbúnaðar og skipulags frístundabyggða.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

• 127-2010  - Forsæti I
Tillagan tekur til 43 ha svæðis úr Forsætisjörðinni til landbúnaðar og frístundahúsa.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

• 184-2011  - Skeið
Tillagan tekur til skipulags jarðarinnar.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

• 205-2011  - Skeggjastaðir
Tillagan tekur til byggingar frístundahúss, skemmu og geymslu á um 4 ha. svæði.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

• 207-2011  - Dægra
Tillagan tekur til skipulags jarðarinnar.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

• 182-2011  - Eystra-Seljaland
Tillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa og smáhýsa.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

• 146-2010  - Koltursey
Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, bílskúrs, reiðskemmu og smáhýsa á um 10 ha spildu.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

• 147-2010  - Skarðshlíð – deiliskipulag
Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, útihúsa og smáhýsa á um 5 ha svæði.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

Neðangreindar tillögur voru auglýstar skv. 1 mgr. 43 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010;
• 145-2010  – Staðarbakki – deiliskipulagsbreyting
Breyting deiliskipulags tekur til stækkunar á byggingareitum og aukningar á byggingarmagni innan lóðar.
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

• 000-2006 - Langanes – deiliskipulagsbreyting
Breyting deiliskipulags tekur til 3 áfangar frístundabyggðar og minni háttaar breytingu á 2 áfanga.  
Engar athugasemdir bárust og er tillagan samþykkt.

BYGGINGARMÁL:


B001 – 2013 Landeyjahöfn – Breytingar inanhúss
Jóhann Þór Sigurðsson fh. Siglingarstofnunar Íslands sækir um leyfi til innanhúsbreytinga á farþegaaðstöðu í Landeyjahöfn skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Nefndin samþykkir innanhúsbreytingar.

B002 – 2013 Akur - Viðbygging við íbúðarhús
Árni Valdimarsson kt.230146-3069, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús mhl.02 að Akri ln.164156, skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Nefndin samþykkir byggingaráform.

B003 – 2013 Langidalur – Stöðuleyfisumsókn
Hreinn Óskarsson fh. Skógræktar Ríkisins, sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi í Langadal, Þórsmörk skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

Fundi slitið kl. 11.00

          
Guðlaug Ósk Svansdóttir                         
Haukur Guðni Kristjánsson
Kristján Ólafsson                                     
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson       
Anton Kári Halldórsson