5. fundur í jafnréttisnefnd Rangárþing eystra 27. október 2014 í Pálsstofu Hvoli kl. 20:00 -22:00
Mættar eru: Erla Berglind Sigurðardóttir, Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, Harpa Mjöll Kjartansdóttir


Dagskrá fundar:


1. Drög að erindisbréfi. 
Farið yfir drögin og ákveðið að senda inn tillögu til sveitarstjórnar varðandi breytingu á drögum,- að mestu hvað varðar orðalag en einnig hvað varðar hlutverk jafnréttisnefndar.
Hlutverk og skyldur jafnréttisnefndar. 
Breytt orðalag í annarri málsgrein 1. gr.
Er- ....hún er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn í málefnum hvað varðar jafnrétti kvenna og karla ásamt því að fylgjast með og hafa frumkvæði að sérstökum aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. 
Verði- ...hún er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn málefnum hvað varðar jafnrétti kvenna og karla ásamt því að fylgjast með og hafa frumkvæði að sérstökum aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt íbúa.
Er-.... jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum hennar og stefnumörkum á sviði jafnréttismála sé fylgt... 
Verði-....Jafnframt er gengið út frá því að allar stofnanir taki mið af henni. Jafnréttisáætlun kveði á um markmið og ábyrgð sem ætlað er að tryggja framfylgd verkefna, eðlilega þróun og starf að jafnréttismálum. Stöðu verkefna skal meta árlega. 
Skipan,fundir og starfshættir
4. gr. 
Er -....Jafnréttisnefnd skal skipuð þremur fulltrúum....
Verði-... Jafnréttisnefnd skal skipuð þremur til fimm fulltrúum.
Réttindi og skyldur nefndarmanna
11. grein
Er-.... Hver nefndarmaður á rétt á að koma máli á dagskrá fundar...
Verði-.... Hver nefndarmaður á rétt á að koma með erindi á dagskrá fundar


2. Fyrirspurn til jafnréttisstofu.
Tekið var vel í fyrirspurn formanns til jafnréttisstofu varðandi ráðgjöf til nefndarmanna. Bergljót Þrastardóttir lýsti yfir samstarfsvilja við nefnd. Hún telur æskilegt væri að hafa opin fund í sveitarfélaginu fyrir íbúa og fulltrúa fyrirtæka og stofnana. Slíkur fundur væri sveitarfélaginu endurgjaldslaus. Nefndarmenn telja þörf á slíkum fundi á einhverjum tímapunkti í ferlinu. 


3. Markmið og framkvæmd. 
Ræddar hugmyndir um vinnulag við gerð jafnréttisáætlun. Nauðsynlegt þykir að vinna áætlun í samvinnu við allar stofnanir sveitarfélagsins.  Áætlun þarf að kveða á um markmið og aðgerðir auk þess sem setja þarf einhvers konar tímaramma á innleiðingu. 
Einnig telja nefndarmenn mikilvægt að standa að fræðslu til íbúa sveitarfélagsins sem og koma af stað vitundarvakningu varðandi jafnréttismál. 
Ræddar voru hugmyndir að fara í samstarf við nágranna sveitarfélög við gerð jafnréttisstefnu og ákveðið að senda inn erindi til að kanna áhuga sveitarstjórnarmanna varðandi það. 
Sjá bréf frá Jafnréttisnefnd, tillaga 1.


4. Kynjahlutfall í nefndum.
Undirritaðar sjá sig tilneyddar til að gera athugasemdir við nefndarskipan og þá staðreynd að nefndina skipa aðeins konur. Það þykir ekki til fyrirmyndar að jafnréttisnefnd sé eingöngu skipuð af öðru kyninu. Sendir nefndin inn erindi til sveitarstjórnar með ábendingum um fleiri nefndir þar sem kynjahlutfall í nefndum samræmast ekki viðmið. 
Sjá bréf frá jafnréttisnefnd, tillaga 2 auk fylgiskjals.


5. Önnur mál
Nefndarmenn sátu námskeið um jafnréttisfræðslu á vegum Skólaþjónustunnar. Fyrirlesari var Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla sem hefur undanfarin ár verið brautryðjandi í jafnréttis- og kynjafræðikennslu á framhaldsskólastigi. Námskeiðið nýtist okkur vel og ljóst er að mikil vinna er framundan við innleiðingu nýrrar jafnréttisáætlunar.

Fundi slitið
22:00