5. fundur Héraðsnefndar Rangæinga kjörtímabilið 2010-2014 haldinn í Skógum föstudaginn 11. mars 2011.

Mættir: Guðfinna Þorvaldsdóttir, Eydís Indriðadóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Steindór Tómasson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Haukur G Kristjánsson., Elvar Eyvindsson og Guðmundur Einarsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Rangárbakkar og Rangárhöll.
    Guðfinna greindi frá því að vinna er í gangi hjá félögunum við hlutafjársöfnun og skuldaeftirgjöf.


  2. Stórólfshvoll.
    Borist hefur bréf frá Karli Axelssyni lögmanni, þar sem héraðsnefnd er hvött til að hraða ákvaraðanatöku varðandi fyrrum leigutaka jarðarinnar. Fram kom hjá Ísólfi Gylfa að til greina komi að Rangárþing eystra kaupi eignarhluta hinna sveitarfélaganna í jörðinni. Héraðsnefnd samþykkir að ganga til viðræðna við Rangárþing eystra um hugsanleg kaup sveitarfélagsins á jörðinni. Formanni og lögmanni héraðsnefndar falið að leiða viðræður fyrir hönd héraðsnefndar. Ákveðið að fela Landnot ehf. að leita samþykkis eigenda aðliggjandi jarða fyrir landamerkjum.


  3. Golfskálavegur.
    Erindi frá Rangárþingi ytra, þar sem óskað er eftir að Héraðsnefnd Rangæinga greiði sveitarfélaginu útlagðan kostnað við Golfskálaveg kr. 1.293.644. Erindið var samþykkt.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl: 15,50

Guðmundur Einarsson fundarritari.