5. fundur heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar, haldinn miðvikudaginn 31. ágúst 2011, kl.17.00 í Pálsstofu.

Mættir:Lilja Einarsdóttir, formaður sem stjórnaði fundi, Guðrún Ósk Birgisdóttir, ritari , ritaði fundargerð, Helgi Jens Hlíðdal, Lárus Viðar Stefánsson, Benedikt Benediktsson boðaði forföll og ekki náði að boða varamann.

 

1.Kynning á skipulagi samfellu veturinn 2011-2012, Lárus Viðar Stefánsson.

Lárus fór yfir skipulag samfellu komandi skólaárs, en reynt var að bæta vankanta fyrri ára við skipulag hennar, samfellan verður með svipuðu sniði og fyrri ár utan þess að skátar verða ekki ( allavega ekki fyrir áramót), og við samfelluna bætist teiknun. Farið var yfir akstur og nýtingu skólabíla vegna samfellunnar.

2. Málefni Félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins – Þröstur Freyr Sigfússon var boðaður á fundinn en boðaði forföll á síðustu stundu vegna óviðráðanlegra orsaka.
Þröstur sendi formanni tölvupóst um opnunartíma hennar í vetur, að það þurfi að auglýsa eftir starfsmanni þar sem að Azfar sé hættur og að til standi að opna hana 5. september n.k.

3. Tillaga að leiksvæði við Njálsgerði.
Formaður lagði fram teikningar frá Hermanni Georg, landslagsarkitekt. Nefndin yfirfór þær og leggur til að framkvæmdir verði hafnar sem fyrst.

4. Heilsuvika.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni yfir Heilsuvikunni og vonar að hún sé komin til að vera.

5. Erindi til nefndarinnar: Ráðstefnan ungt fólk og lýðræði.
Lagt fram til kynningar bréf frá UMFÍ um ráðstefnuna ungt fólk og lýðræði.

6. Önnur mál.
Ungmennaráð- skipun fulltrúa í ungmennaráð en skipa þarf 2 aðalmenn og 2 varamenn fyrir 15. september.

Fundi slitið kl. 18.18.

Guðrún Ósk Birgisdóttir, fundarritari

Lilja Einarsdóttir, formaður

Helgi Jens Hlíðdal

Lárus Viðar Stefánsson