5. fundur Fræðslunefndar Rangárþings eystra haldinn í fjarfundakennslustofunni á Hvolsvelli, miðvikudaginn 31. maí 2011 Kl. 16:00

Mætt voru: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Guðmunda Þorsteinsdóttir, Benedikt Benediktsson varamaður fyrir Oddný Steinu Valsdóttur, Esther Sigurpálsdóttir, Heiða Scheving leikskólastjóri Arkar, Ingibjörg Sæmundsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskólans, Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri Hvolsskóla, Pálína Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks skólans, Anna Kristín Helgadóttir fulltrúi foreldra barna í Hvolsskóla.


Dagskrá

1. Starfið í leikskólanum Örk – Heiða

Í síðustu viku voru 22 börn útskrifuð af elstu deild og eru þau að fara í skólann í haust. Mörg börn eru komin í sumarfrí núþegar.
Einn starfsmaður er að fara í ársleyfi og annar er að hætta. Tveir sumarstarfsmenn voru ráðnir fyrir sumarið. Fjórir starfsmenn eru í fæðingarorlofi og einn starfsmaður er komin í árs veikindarleyfi.

2. Niðurstöður könnunar á meðal foreldra og starfsfólks
Heiða kynnti niðurstöður foreldrakönnunar. Foreldrar eru almennt ánægðir með starf skólans. Foreldrar voru helst óánægðir með aðkomuna að leikskólanum.
Heiða kynnti helstu niðurstöður úr starfsmannakönnun. Það voru 22 starfsmenn sem svöruðu.

3. Leikskólalóðin – drög kynnt
Heiða kynnti drög að endurbótum fyrir leikskólalóðina.

4. Starfið í Hvolsskóla – Sigurlín

Mikið félagsstarf hefur verið í skólanum að undanförnu eins og oft er á vorin. Tíundi bekkur skólans fór til Danmerkur í síðustu viku og heppnaðist ferðin vel. Þá er hluti nemenda búinn að fara í Þórsmerkurferð og aðrir nemendur fóru í ferð inn í Fljótshlíð.

Fyrir stutt var söngleikurinn Greas sýndur í íþróttahúsinu og tókst einstaklega vel. Í síðustu viku voru þemadagar og vorhátíð. 

Prófin í skólanum hafa gengið vel og eru skólaslit á morgun 1. júní klukkan 16:00.

Undirbúningur fyrir næsta skólaár hófst í febrúar fyrir skólaárið 2011-2012 og stundatöflugerð er vel á veg komin. 

Tveir kennarar eru að fara í ársleyfi og einn leiðbeinandi hættir. Þrír kennarar hafa verið ráðnir fyrir næsta vetur. Tveir kennarar hafa verið ráðnir í eitt ár og einn hefur verið fastráðinn.

Umsjónakennarar hafa verið ráðnir fyrir næsta vetur. Deildarstjórar verða þrír næsta vetur og verður Birna deildarstjóri yngsta stigs og verður hún staðgengill skólastjóra næsta skólaár. Mikill stöðugleiki er í skólanum og almenn ánægja á meðal starfsfólks. 

Ákveðið hefur verið að nýta aga og samskiptaaðferðina Uppeldi til ábyrgðar og verður hún tekin að fullu í notkun næsta skólaár.

Í byrjun júni er hópur starfsmanna að fara í námsferð til Edinborgar og er áherslan í ferðinni á útikennslu. 

Umræður um að færa útikennslustofuna nær skólanum fyrir næsta ár.
Skjólið og samfellan fyrir næsta ár rædd og áhersla lögð á að halda áfram með gott starf á milli skólans, Skjólsins og samfellunnar.

5. Skóladagatal fyrir grunnskólann skólaárið 2011-2012
Sigurlín skólastjóri kynnti skóladagatal fyrir skólaárið 2011-2012.
Skólaárið verður 10 dögum styttra en kennslutímum fækkar ekki, heldur bætist ein kennslustund við kennslu einn dag í viku.
Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir skólaráði og starfsfólki skólans.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal fyrir skólaárið 2011-2012.

6. Bréf frá foreldrafélagi leikskólans
Langtímalausn fyrir vistun ungra barna í sveitarfélaginu rædd. Nefndin leggur áherslu á að sveitarfélagið leiti leiða til að finna lausn á þeim vanda sem foreldrir ungra barna standa frammi fyrir vegna skorts á dagforeldrum og vistun fyrir ung börn í sveitarfélaginu.

7. Önnur mál

Skólarnir í sveitarfélaginu sótt um styrk í sprotasjóð menntamálaráðuneytisins fyrir verkefnið Bætt heilsa – Betir framtíð. Umsókninni var hafnað.

Umræður um lokun grunnskólans þegar öskufall var í sveitarfélaginu.Fundargerð ritaði Guðlaug Ósk Svansdóttir.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55

Guðlaug Ósk Svansdóttir
Guðmunda Þorsteinsdóttir
Esther Sigurpálsdóttir
Benedikt Benediktsson
Pálína Jónsdóttir
Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Heiða Scheving Ingibjörg Sæmundsdóttir
Anna Kristín Helgadóttir
Lárus Bragason