Fundur Fjallskilanefndar V-Eyjafjalla haldinn í Moldnúpi 11. júlí kl.21:00.

 

Mætt eru Baldur Björnsson, formaður, Helgi Friðþjófsson og Eyja Þóra Einarsdóttir.


1. Málefni afréttanna v/bréfs frá Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni.
Ákveðið var að boða til fundar á Heimalandi þann 24. júli n.k. þar sem hver afréttarhluti tilnefni sinn talsmann.

2. Sótt var um styrk hjá Landbótasjóði kr. 325 þúsund en veittur var styrkur kr.210 þúsund. Keypt voru 4 tonn af áburði og 150 kg. Af fræi sem dreyft var á Almenninga. Sú áburðardreyfing og sáning sem gerð hefur verið undanfarin ár hefur borið góðan árangur.

3. Fjallskilanefnd minnir á að laga þarf veginn upp úr Húsadal.Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:00.
Baldur Björnsson
Eyja Þóra Einarsdóttir
Helgi Friðþjófsson.