Fundur Fjallskilanefndar þann 20.ágúst 2003 haldinn að Staðarbakka.

Allir nefndarmenn voru mættir.

1. Farið var yfir reikninga síðast liðið ár. Athugasemdir komu fram um ýmis atriði við reikningana. Formanni falið að afla upplýsinga um þau atriði.
Reikningar sýna rekstur upp á neikvæða stöðu árið 2002.

2. Samþykkt óbreytt álagning frá fyrra ári þ.e. 14 kr. per landverð og 60 kr. per ásett kind.
Upplýsingar lágu ekki fyrir um ásettar kindur né landverð.
Greiðsla fyrir leitir og réttarferðir verði óbreytt frá fyrra ári.

3. Farið yfir skipan í leitir, smávægilegar breytingar urðu. Fyrsta leit föstudaginn 12. sept.

4. Beiðni frá Fljótsdal um að aðstoða við smölun á Fljótsdalsheiði samhliða annarri leit á Grænafjalli. Samþykkt að stefna að því ef kostur er.


Fundi slitið.

Kristinn Jónsson
Jens Jóhannsson
Eggert Pálsson