Fundargerð
43. fundur, í skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn mánudaginn 6. júní 2016, kl. 09:00, í litla-sal Hvoli, Hvolsvelli.

Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Víðir Jóhannsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Þorsteinn Jónsson boðar forföll og í hans stað er mættur Benedikt Benediktsson. 

Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð. 

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1.1606017Strönd 1 – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
2.1606016Yzta-Bæli – Ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar
3.1509075Skarðshlíð II - Deiliskipulag

LANDSKIPTI:
4.1606012Múlakot 1 – Landskipti
5.1606011Miðtún – Landskipti
6.1606010Eyvindarmúli – Landskipti
7.1606009Hái-Múli – Landskipti

STÖÐULEYFI:
8.1606013Glæsistaðir – Umsókn um stöðuleyfi
9.1605024Austurvegur 3 – Umsókn um stöðuleyfi

ÖNNUR MÁL:
10.1606020Nýbýlavegur – Viljayfirlýsing vegan lóða
11.16060147. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
12.16050306. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa


SKIPULAGSMÁL:
1.1606017Strönd 1 – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
Elías B Bjarnhéðinsson kt. 060764-2559, óskar eftir því að Rangárþing eystra geri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Breytingin nái til hluta lands Strandar 1 ln.163972 og lóðanna Strandar 1-7 ln.218070-218076. Breytingin tæki til um 1/6 landbúnaðarlands sem breytt yrði í svæði fyrir frístundabyggð. 
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum og rökstuðningi fyrir breytingunni. 

2.1606016Yzta-Bæli – Ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar
Örn Sveinbjarnarson f.h. landeigenda að Yzta-Bæli, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar. Deiliskipulagssvæðið er samtals um 20 ha. Fyrirhugað er að skipta úr jörðinni 5 lóðum og á hverri lóð verði heimilt að byggja íbúðarhús ásamt tengdum byggingum. Skv. aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði, en hefur ekki verið nytjað sl. 15 ár. 
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.  

31509075Skarðshlíð II – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,7 ha svæðis úr landi Skarðshlíðar II, Rangárþingi eystra. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss og lagfæringar á verslunarhúsi ásamt stækkun / nýbyggingar til ferðaþjónustu.
Umsögn Veðurstofunnar við tillöguna hefur borist. Tekið hefur verið tillit til umsagnarinnar með óverulegum breytingum á texta í greinargerð deiliskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


LANDSKIPTI:
41606012Múlakot 1 – Landskipti
Höður Guðlaugsson f.h. Múlakot 1 ehf. kt. 5708013170, óskar eftir því að skipta lóðunum Flugtún 3 og 4 úr jörðinni Múlakot 1 ln. 164048, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landark dags. 25.05.2016. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 

51606011Miðtún – Landskipti
Guðjón Halldór Óskarsson kt. 080166-5409, óskar eftir því að skipta lóðinni Miðtún 3 úr lóðinni Miðtún lóð ln.194846, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 31.05.2016. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 

61606010Eyvindarmúli – Landskipti
Dagrún Þórðardóttir kt. 060346-4969, Ingunn Þórðardóttir kt. 300555-2419 og Ólafur Þórðarson kt. 250144-3779, fyrir hönd Eyvindarmúla ehf. kt. 420800-2070, óska eftir því að skipta jörðinni Eyvindarmúli Vestri úr jörðinni Eyvindarmúli ln. 164003. Heiti uppruna eignar mun einnig breytast í Eyvindarmúli eystri. Fyrirhugað er að stofna nýtt lögbýli á nýju jörðinni. Meðfylgjandi umsókn eru uppdrættir og önnur gögn. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 

71606009Hái-Múli – Landskipti
Einar Sigurþórsson kt. 151240-2089, óskar eftir því að skipta lóðinni Virkishamar úr jörðinni Hái-Múli ln. 164013, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 3. júní 2016. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 


STÖÐULEYFI:
81606013Glæsistaðir – Umsókn um stöðuleyfi
Ástþór Antonsson kt. 191232-3139, sækir um stöðuleyfi fyrir íbúðagámi á jörðinni Glæsistaðir ln. 163944 skv. meðfylgjandi umsókn. 
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Nefndin bendir á að skv. gildandi byggingarbréfi þarf samþykki landeigenda að liggja fyrir við hvers konar framkvæmdir og byggingar á jörðinni. 

91605024Austurvegur 3 – Umsókn um stöðuleyfi
Hafsteinn Guðmundsson f.h. N1 hf. kt. 540206-2010 sækir um stöðuleyfi fyrir salernisgám við hlið stöðvar N1 á Hvolsvelli að Austurvegi 3 skv. meðfylgjandi gögnum. Sótt er um stöðuleyfi til 15. sept. 2016.
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins á síðasta fundi sínum. Nánari gögn hafa nú borist og samþykkir því nefndin veitingu stöðuleyfis til 15. sept. 2016. Enda er fyrirhuguð stækkun á núverandi salernisaðstöðu.  


ÖNNUR MÁL:
101606020Nýbýlavegur – Viljayfirlýsing vegan lóða
Hákon Mar Guðmundsson f.h. Húskarla ehf. kt. 670505-1700, lýsir yfir áhuga á að fá úthlutað lóðum sem eru í skipulagsferli við Nýbýlaveg á Hvolsvelli. 
Skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið. Skipulagsvinna fyrir svæðið er í vinnslu. Þegar deiliskipulag hefur tekið gildi munu lóðirnar verða auglýstar lausar til úthlutunar. 

1116060147. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Fundargerð 7. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 3. júní 2016, lögð fyrir nefndina. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fundargerðina. 

1216050306. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Fundargerð 6. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 19. maí 2016, lögð fyrir nefndina. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fundargerðina. 


Fundi slitið 10:00


Guðlaug Ósk Svansdóttir
Benedikt Benediktsson
Lilja Einarsdóttir
Guðmundur Ólafsson
Víðir Jóhannsson
Anton Kári Halldórsson