4. fundur  Velferðarnefndar Rangárþings eystra haldinn í Pálsstofu, Hvoli Hvolsvelli, laugardaginn 27. september 2014 kl. 10.00
Mættir: Lilja Einarsdóttir oddviti,nefndarmenn: Bergur Pálsson, Christiane L.Bahner, Ingibjörg Marmundsdóttir,  Kristján Fr. Kristjánsson.

Lilja Einarsdóttir oddviti  setti fundinn og  ræddi í stuttu máli um hlutverk velferðarnefndar og samband hennar við sveitarstjórn. Lilja stjórnaði kosningu, sem var 1. dagskrárliður.
 
1. Kosning  formanns, varaformanns og ritara                       
      Lilja lagði fram tillögu þess efnis að Bergur Pálsson yrði formaður var hún samþykkt samhljóða. Lilja yfirgaf fundinn og Bergur tók við fundarstjórn  og var ákveðið að kosningu ritara og varaformanns yrði frestað til næsta fundar  vegna þess að nefndin var ekki fullsetin.

2. Erindisbréf nefndarinnar 
Mikið var rætt um erindisbréfið og leggur nefndin til að:                                                                                     Fimmti liður í 2.grein falli niður. 

 Í  2. gr. þriðja lið komi.......eftirlit með stofnunum og samstarf við þau félög, sem vinna að velferðarmálum og fylgjast með því að þau vinni....
Í 11gr. skuli standa ....enda skili hann efni þess til nefndarformanna a.m.k  þremur sólarhringum fyrir fund.            

3. Tillaga um fjölmenningarráð – erindi frá sveitarstjórn.

 Tillaga D-lista um stofnun fjölmenningarráðs.
Fulltrúar D-lista leggja til að stofnað verði fjölmenningarráð, sem skipað verði þremur íbúum sveitarfélagsins af erlendu bergi brotnum. Hver framboðslisti  tilnefni einn fulltrúa. Ráðið verði vettvangur fyrir hugmyndir, ábendingar og áherslur í samfélagsmálum. Fundargerðir ráðsins verða lagðar fyrir reglulega sveitarstjórnarfundi til staðfestingar.
Greinargerð:             
Á síðasta kjörtímabili var ráðinn þjónustufulltrúi innflytjenda að fyrirmynd meistaraverkefnis Birnu Sigurðardóttur um innflytjendamál sem bar nafnið „Eitt samfélag í orði og á borði.“ Ljóst þykir að mikil eftirspurn er eftir þjónustu sem þessari. Hins vegar teljum við mikilvægt að skapaður verði vettvangur fyrir áhugasama einstaklinga til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og stuðla þannig að fjölbreyttu og samheldnu samfélagi. Fjölmenningarráð er kjörinn vettvangur til slíks.
Hvolsvelli, 1. september 2014

Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Samþykkt að fresta afgreiðslu tillögunnar og vísa henni til velferðarnefndar til umfjöllunar.

Það er álit velferðarnefndar að fjölmenningarráð skuli ekki stofnað að sinni. Málaflokkurinn fellur undir Velferðarnefnd og teljum við hana geta sinnt honum með fullnægjandi hætti,meðal annars vegna þess að í nefndinni sitja nú tveir erlendir íbúar, sem þekkja málefnin  af eigin raun.Velferðarnefnd vill hins vegar leggja aukna áherslu á málaflokkinn sérstaklega með því að skerpa á starfi þjónustufulltrúa erlendra íbúa, sem starfar í 25 % starfi á hreppsskrifstofu og hafa komið upp ýmsar hugmyndir um það með hvaða hætti það sé gert.
Velferðarnefnd er tilbúin til að endurskoða ákvörðun sína varðandi fjölmenningarráð síðar ef þörf er talin á því.

4. Fundaáætlun      
Ákveðið var að funda mánaðarlega og oftar ef  þörf krefur, skuli fundirnir vera  haldnir síðasta fimmudag í hverjum mánuði kl. 20.30 

5.   Náið samstarf við stofnanir og félög

Rætt var um að fá umsagnaraðila á fundi til að fá upplýsingar um og stofnana og félaga sem starfandi eru í sveitarfélaginu. Talið er brýnt að fá stöðumat á málefnum Kirkjuhvols og er því fyrirhugað að bjóða hjúkrunarforstjóra Kirkjuhvols á næsta fund til að upplýsa nefndina  um málefni heimilisins.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 11.30

            Bergur Pálsson
            Christiane L. Bahner
            Kristján Fr. Kristjánsson
            Ingibjörg  Marmundsdóttir ritaði fundargerð.