1. Starfið og starfsmannamál í leikskólanum Örk
Börnin í leikskólanum er samtals 99. Stöðugildi starfandi starfsmanna eru 20,2 en þau þurfa að vera að lágmarki 22,7. Stöðugildum starfsmanna hefur fækkað síðustu 4 ár miða við fjölda dvalastunda hjá börnum sem á sama tíma hefur fjölgað.
Fræðslunefnd telur mikilvægt að leikskólinn verði aftur fullmannaður en til þess að svo megi verða þarf að a.m.k. bæta við tveimur starfsmönnum.
2. Sumarfrí leikskólans og könnun kynnt
Það voru 39 foreldra sem svöruðu könnuninn um sumarlokun.
3. Leikskólalóðin - hugmyndir starfsmanna leikskólans kynntar.
4. Leikskóladeildin Paradís – erindi frá foreldrum um opnun deildarinnar.
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd tekur vel í erindið en leggur áherslu á að gerð verði ítarleg greining á þörfinni.
5. Starfið í Hvolsskóla
Nemendur skólans unnu Skólahreystikeppnina í Suðurlandsriðlunum og keppa þau í lokakeppninni í lok apríl 2011.
Mikil vinna hefur verið undanfarið í innra starfi skólans sem vonandi skilar sér í enn betra skipulagi. Uppeldi til ábyrgðar hefur verið kynnt betur hjá starfsfólki og m.a. fóru starfsmenn skólans fyrir stuttu í heimsókn í Álftanesskóla og kynntu sér starfið þar . Vinna hefur verið í gangi við að gera samræmdar reglur vegna forfalla starfsfólks. Vinna við námskrá næsta árs er í fullum gangi og einnig starfsmannaviðtöl. Mögulega vantar einn starfsmann næsta ár en skólinn er mjög vel mannaður og mikill stöðugleiki er í skólanum.
6. Sparnaðarhugmyndir fyrir Hvolsskóla kynntar
1. Sigurlín kynnti vel tillögur að sparnaði og hefur sú vinna staðið yfir frá því í janúar 2011. Umræddar hugmyndir hafa verið kynntar skólaráði og tekur ráðið vel í þessar hugmyndir. Fræðslunefnd tekur vel í tillögur skólastjóra um sparnaðarleiðir en í þeim felst að lengja aðeins hefðbundin frí eins og jólafrí og annað skólafrí nemenda og stytta skólaárið hjá nemendum sem því nemur. Ekki er verið að skerða kennslustundir nemenda. Fyrirhugaðar breytingar eru hugsaðar til 2ja ára og verða þá endurskoðaðar. Gert er ráð fyrir að um 3,8 milljónir geti sparast við þessa aðferð.
2. Unnið hefur verið við gerð viðmiðs um forföll eða frí starfsmanna hjá grunnskólanum og leikskólanum. Gert er ráð fyrir að reglurnar taki gildi við upphafs næsta skólaárs.
7. Starfsemin í Skjólinu
Mögulegar breytingar á starfsemi í Skjólinu á yfirstandandi skólaári og á næsta skólaári kynntar og ræddar.
8. Erindi frá Fræðsluneti Suðurlands
Fræðslunefnd fagnar þeirri stefnu Fræðslunetsins að vilja ná meiri fótfestu í Rangárvallasýslu með því að ráða starfsmann þar í hlutastarf frá september 2011. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að styðja vel við verkið með því að útvega vinnuaðstöðu og aðstöðu til kennslu enda samræmist það stefnu sveitarfélagsins að efla fullorðinsfræðslu og fjarkennslu í sveitarfélaginu.
9. Önnur mál
Engin önnur mál
Fundargerð ritaði Guðlaug Ósk Svansdóttir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Guðmunda Þorsteinsdóttir
Esther Sigurpálsdóttir
Benedikt Benediktsson
Pálína Jónsdóttir
Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Heiða Scheving
Ingibjörg Sæmundsdóttir
Anna Kristín Guðjónsdóttir
Anna Kristín Helgadóttir