Fundur Fjallskilanefndar V-Eyfellinga haldinn að Hótel Önnu 21. febrúar 2005 Kl. 15.00.


Mætt eru: Baldur Björnsson, Helgi Friðþjófsson og Eyja Þóra Einarsdóttir.

1. Ákveðið var að boða til fundar með landeigendum jarða undir V-Eyjafjöllum í framhaldi af fundi þeim sem haldinn var með lögfræðingum sveitarfélagsins og landeigendum afréttanna á Þórsmerkursvæðinu. Einnig verða aðilar undir A-Eyjafjöllum látnir vita af fundi þessum.


2. Fjallskilanefnd ákvað að leggja inn umsókn í Landbótasjóð fyrir árið 2005 til áburðardreifingar á Almenninga eins og gert hefur verið undanfarin ár.

3. Lagt er til við sveitastjórn að hún hlutist til um að láta laga veginn upp úr Húsadal í Þórsmörk, en beygjan upp úr dalnum er orðin illfær fyrir ökutæki.



Fundi slitið kl. 16.30
Eyja Þóra Einarsdóttir.