Fundargerð


Þann 7. júní 2016 var borið á afréttinn Grænafjall. Deginum áður var farinn könnunarleiðangur innúr til að kanna færð yfir Gilsá en áin hafði rofið varnargarð við ræsið. Það þurfti aðeins smá lagfæringar við með traktorsskóflu til að leiðin yrði greiðfær. 
Borið var á 14.4 tonn af áburði 25-5 og var honum dreift á þau svæði sem landbótaáætlunin segir til þ.e. Gilsáraur við Einbúa, kappárnar innan við Tröllagjá og austan við Einhyrning.
Einnig var farið með tvo sturtuvagna af skít og tvo af heyrúllum og dreift á Gilsáraurinn. 
Að loknu verki var grillað í skálanum í Felli. Auður Teigi og Guðbjörg Staðarbakka.
Farið var af stað kl. 16 frá Teigi og heim komið kl 21. 
Að verkefninu komu: Bjarki Sámstöðum, Bjarni Árnagerði, Rúnar Torfastöðum, Eggert Kirkjulæk, Ólafur Þorri Bollakoti, Keli Fljótsdal, Guðni Teigi, Ágúst Butru, Oddný Butru, Kristinn Staðarbakka. 
Árið 2015 var fyrst borið á Gilsáraurinn til uppgræðsla og er árangurinn góður þó sínu betri þar sem grasfræi var sáð með. 

Kristinn Jónsson