35. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, þriðjudaginn  22. október 2013 kl.09:00 

Mætt:  Egill Sigurðsson, Ísólfur Gylfi Pálmason,  Drífa Hjartardóttir, sem ritar fundargerð og Ágúst Ingi Ólafsson.   Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.  

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund.


Dagskrá:


1. Yfirlit um reksturinn það sem af er árinu 2013.
Formaður Ágúst Ingi Ólafsson fór yfir rekstur ársins 2013.
      Farið var yfir reksturinn og er hann í jafnvægi.
     
2. Fjárhagsáætlun 2014.
Formaður  Ágúst Ingi Ólafsson lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.
Rekstrargjöld kr. 27.760.  Rekstrartekjur 26.300.- Mismunurinn eru afskriftir sem ekki er innheimt fyrir.
Fjárhagsáætlunin er samþykkt samhljóða.


3. Eldvarnaeftirlitsnámskeið.
Samþykkt samhljóða  að senda tvo menn á vegum Brunavarna Rangárvallasýslu b.s á eldvarnaeftirlitsnámskeið.


4. Önnur mál.
Samþykkt að greiða fyrir slökkviliðsmenn á árshátíð í íþróttahúsinu í Þykkvabæ.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 9.30


Ágúst Ingi Ólafsson
Drífa Hjartardóttir
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason
Ísólfur Gylfi Pálmason