Fundur fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn á Staðarbakka þann 12. ágúst 2015 kl 8:30 

Mættir voru allir nefndarmenn, Kristinn Jónsson, Ágúst Jensson og Rúnar Ólafsson.

1. Farið var yfir ársreikninga síðasta árs.
Samþykkt var að 1. leit á Grænafjall verði farin föstudaginn 11.sept.
Byggðarsmölun fari fram 19.sept. 
Samþykkt var að álögð fjallskil 2015 verði eftirfarandi. Fast verð per. jörð kr. 3000 samkvæmt afréttarskrá og 65 kr. á per ásetta kind.
Greiðsla fyrir leitir og réttarferðir verði óbreytt frá fyrra ári.
Samþykkt var að smala Rauðnefsstaði líkt og verið hefur og greiðslu gjalda af þeim.
Skipað var í leitir og réttarferðir.

2. Borið var á afréttinn 26.júní samtals 21 sekk af 25.5 ásamt 100 kg af grasfræi og tvo vagna af ónýtum rúllum. 
10 bændur komu að dreifingu af þessu. 


Fleira ekki gert, fundi slitið 10:30 

Kristinn Jónsson 
Rúnar Ólafsson
Ágúst Jensson