- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Fundargerð
32. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra verður haldinn þriðjudaginn 8. nóvember 2016 Hvolsskóla, Hvolsvelli kl 16:30
Mættir voru: Lilja Einarsdóttir formaður (fulltrúi B-lista), Chirstiane Bahner (fulltrúi L-lista), Pálina Björk Jónsdóttir (fulltrúi stafsmanna Hvolsskóla) Anna Kristín Helgadóttir (skólastjóri Leikskólans Arkar), Lovísa Herborg Ragnarsdóttir (fulltrúi foreldrafélags Hvolsskóla), Birna Sigurðardóttir (skólastjóri Hvolsskóla) Daníel Gunnarsson (fulltrúi B-lista), Árný Jóna Sigurðardóttir (fulltrúi starfsmanna Arkar), Benedikt Benediktsson (fulltrúi B-lista), Ester Sigurpálsdóttir (varamaður Heiðu Bjargar Scheving)
1)Ársskýrsla Leikskólans Arkar starfsárið 2015-2016
Lögð fram til kynningar.
2)Starfsáætlun Leikskólans Arkar starfsárið 2016-2017 – fylgiskjal, fundargerð foreldraráðs. Lögð fram til staðfestingar. Fundurinn þakkar fyrir vel unna og greinargóða skýrslu. Skýrslan staðfest.
3)Bréf Mennta og menningamálaráðuneytisins – eftirfylgd með úttekt á Leikskólanum Örk. Lagt fram til kynningar.
4)Bréf Leikskólastjóra – svar við bréfi Mennta og menningarmálaráðuneytisins. Lagt fram til kynningar.
5)Tölvubréf SASS – Tilnefning til Menntaverðlauna Suðurlands 2016. Umræða um þau verkefni sem hægt væri að tilnefna. Ákveðið að funda aftur til að fara yfir tilnefningar 14.desember.
6)Málefni Hvolsskóla. Skólastjóri lagði fram til staðfestingar starfsmannahandbók,skólanámsskrá og námsvísa allra stiga. Fræðslunefnd staðfestir skólanámskrá 2016-2017 með fyrirvara um staðfestingu skólaráðs. Fundurinn þakkar fyrir vel unna og greinargóða skýrslu
7)Önnur mál.
a)Kynning á viðburðum Hvolsskóla
b)Yfirferð yfir niðurstöður samræmda prófa í 4. Og 7.bekk
c)leikskólastjóri sagði námskeiðum framundan og verkefnum sem er í gangi.
d)Farið yfir stöðu verkefnisins heilsueflandi leik- og grunnskóli
fundi slitið 17:50
Lilja Einarsdóttir
Formaður fræðslunefndar Rangárþings eystra