Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka þann 5. jan 2015 kl 11:00.


Allir nefndarmenn voru mættir.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og stjórnaði fundi.

1.Bréf Mast, dagsett 23.des 2014 varðandi landbótaáætlun fyrir Fljótshlíðarafrétt.
Tilkynnt er að landgræðsla ríkisins hafi gert tvær athugasemdir við áætlunina. Gefin er frestur til 10.jan að svara þeim. 
Athugasemdir landgræðslunnar
a) Form og framsetning:
Athugasemd við að ekki komi fram lengd beitartíma.

b) Ástand 
Land í ástandsflokkum 3,4 og 5 fari ekki niður fyrir 33% í lok landbótaáætlunar.

Unnið að gerð svarbréfs vegna þessa.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið 12:45.
Kristinn Jónsson
Ágúst Jensson
Rúnar Ólafsson